Siv aftur í ríkisstjórn? 23. ágúst 2004 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira