Fundur Framsóknarkvenna færður 21. ágúst 2004 00:01 Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Sigrún Jónsdóttir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að til fundarins væru eingöngu boðaðar þær 40 konur sem hefðu ritað undir áskorun á þingflokk Framsóknar sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Heimildir fréttastofu herma að upphaflega hafi staðið til að boða fleiri konur til fundarins. Sigrún vísar þessu á bug, en heimildarmenn fréttastofu staðhæfa engu að síður að slíkt hafi verið meiningin. Sigrún segir hins vegar að hádegisfundurinn sé nokkurs konar undirbúningur fyrir stórfund Framsóknarkvenna sem halda eigi á miðvikudagskvöld í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Mikil óánægja er á meðal kvenna og ungliða í flokknum með brottrekstur Sivjar úr ríkisstjórninni. Jafnréttisnefnd flokksins hefur harmað þessa ákvörðun og segir augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins að leiðarljósi og jafnframt brotið lög flokksins, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins skal leitast við að hafa hlut hvors kyns í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn ekki minni en 40 prósent. Við brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn verður einungis ein Framsóknarkona ráðherra, sem jafngildir 20 prósentum af ráðherraliði flokksins. Jafnréttisnefndin bendir á að fyrir fjórum árum hafi hlutur Framsóknarkvenna í ríkisstjórn verið 50 prósent og að niðurstaða þingflokksins í fyrradag sé alvarlegt bakslag fyrir þá jafnréttisbaráttu sem háð hafi verið í Framsóknarflokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Sigrún Jónsdóttir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að til fundarins væru eingöngu boðaðar þær 40 konur sem hefðu ritað undir áskorun á þingflokk Framsóknar sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Heimildir fréttastofu herma að upphaflega hafi staðið til að boða fleiri konur til fundarins. Sigrún vísar þessu á bug, en heimildarmenn fréttastofu staðhæfa engu að síður að slíkt hafi verið meiningin. Sigrún segir hins vegar að hádegisfundurinn sé nokkurs konar undirbúningur fyrir stórfund Framsóknarkvenna sem halda eigi á miðvikudagskvöld í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Mikil óánægja er á meðal kvenna og ungliða í flokknum með brottrekstur Sivjar úr ríkisstjórninni. Jafnréttisnefnd flokksins hefur harmað þessa ákvörðun og segir augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins að leiðarljósi og jafnframt brotið lög flokksins, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins skal leitast við að hafa hlut hvors kyns í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn ekki minni en 40 prósent. Við brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn verður einungis ein Framsóknarkona ráðherra, sem jafngildir 20 prósentum af ráðherraliði flokksins. Jafnréttisnefndin bendir á að fyrir fjórum árum hafi hlutur Framsóknarkvenna í ríkisstjórn verið 50 prósent og að niðurstaða þingflokksins í fyrradag sé alvarlegt bakslag fyrir þá jafnréttisbaráttu sem háð hafi verið í Framsóknarflokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira