Sagðist verða flokknum erfið 18. ágúst 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Þá verður ákveðið hver Framsóknarráðherranna sex fær að verða óbreyttur þingmaður á ný 15. september. Þrír eru taldir koma til greina, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Magnússon. Árni var síðastur Framsóknarmanna inn á þing en þykir þó ekki líklegur til að hætta sem ráðherra. Jón Kristjánsson þykir hafa unnið fyrir sínum stóli og vaxið í erfiðu starfi. Þá er Siv eftir, en hún er ritari flokksins, er með flest atkvæði allra Framsóknarmanna að baki sér og svo er hún kona. Sem kunnugt er hafa Framsóknarkonur látið í sér heyra undanfarið til að láta í ljós andstöðu við hugmyndir um að konum í ráðherraliði flokksins verði fækkað. Fréttastofan hefur rætt við mjög marga úr þingflokkinum í dag og eru skoðanir nokkuð skiptar þótt flestir séu á því að réttast sé að Siv fari. Þingmenn hafa fengið tækifæri til að ræða við formanninn undanfarna daga og mun hann á morgun leggja fram tillögu sem farsæl er fyrir flokkinn eins og það var orðað við fréttastofu í dag. Enginn þingmanna Framsóknarflokks var reiðubúinn að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi málið í dag, en greinilegt er að óvissan hefur skapað töluverða togstreitu. Það telja aftur margir að flokkurinn megi alls ekki við nú þegar Halldór er að fara að taka við forsæti ríkisstjórnarinnar. Þrjá þingmenn þarf til að fella stjórnina og hafa menn talað um að ekki dugi að fjölga óvissuþáttum um of. Siv hótaði því á fundi með öðrum þingkonum flokksins í janúar að hún yrði flokknum erfið á þingi yrði henni sparkað úr ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing féll að sögn í grýttan jarðveg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Þá verður ákveðið hver Framsóknarráðherranna sex fær að verða óbreyttur þingmaður á ný 15. september. Þrír eru taldir koma til greina, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Magnússon. Árni var síðastur Framsóknarmanna inn á þing en þykir þó ekki líklegur til að hætta sem ráðherra. Jón Kristjánsson þykir hafa unnið fyrir sínum stóli og vaxið í erfiðu starfi. Þá er Siv eftir, en hún er ritari flokksins, er með flest atkvæði allra Framsóknarmanna að baki sér og svo er hún kona. Sem kunnugt er hafa Framsóknarkonur látið í sér heyra undanfarið til að láta í ljós andstöðu við hugmyndir um að konum í ráðherraliði flokksins verði fækkað. Fréttastofan hefur rætt við mjög marga úr þingflokkinum í dag og eru skoðanir nokkuð skiptar þótt flestir séu á því að réttast sé að Siv fari. Þingmenn hafa fengið tækifæri til að ræða við formanninn undanfarna daga og mun hann á morgun leggja fram tillögu sem farsæl er fyrir flokkinn eins og það var orðað við fréttastofu í dag. Enginn þingmanna Framsóknarflokks var reiðubúinn að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi málið í dag, en greinilegt er að óvissan hefur skapað töluverða togstreitu. Það telja aftur margir að flokkurinn megi alls ekki við nú þegar Halldór er að fara að taka við forsæti ríkisstjórnarinnar. Þrjá þingmenn þarf til að fella stjórnina og hafa menn talað um að ekki dugi að fjölga óvissuþáttum um of. Siv hótaði því á fundi með öðrum þingkonum flokksins í janúar að hún yrði flokknum erfið á þingi yrði henni sparkað úr ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing féll að sögn í grýttan jarðveg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira