Vill nánari samvinnu við ESB 8. ágúst 2004 00:01 Íslendingar og Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir munu taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norðurlöndunum og Balkanskaga, að því er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð í gær. "Svíar, Norðmenn og Finnar halda reglulega fundi með þeim balknesku ríkjum sem eru í Evrópusambandinu og viljum við gjarnan koma meira að því til að fylgjast betur með því sem þar fer fram. Enda liggur það ljóst fyrir að þeir sem eru í ESB nú þegar vilja hafa okkur með og telja styrk af því," sagði hann. "Það kom mjög skýrt fram hjá Dönum og Svíum að þeir telja að Evrópusambandið sé ekki að þróast inn í sambandsríki heldur sé það að þróast sem stofnun þar sem sjálfstæð ríki vinna saman. Eftir því sem ríkin hafa orðið fleiri þeim mun minni líkur séu á því að Evrópusambandið muni þróast í þá átt," sagði Halldór. Halldór sagði fund norrænu forsætisráðherranna hafa heppnast vel. Áhersla hafi verið lögð á að styrkja norrænt samstarf og jafnframt að auka samstarfið við Eystrasaltslöndin og bjóða þeim að taka þátt í ýmsum norrænum stofnunum. "Við ræddum einnig vandamál sem hafa komið upp vegna lægri skattlagningu á áfengi. Fulltrúar landanna sem eru í ESB sögðust mundu vinna að því að skerpa betur sameiginlega sýn ESB á þessi mál," segir Halldór. Hann býst við að það verði erfiður róður vegna ólíkra viðhorfa landanna gagnvart áfengi. "Danir og Svíar útiloka það ekki að þeir muni þurfa að lækka skatt á áfengi enn frekar. Það er pressa á okkur á Íslandi að gera hið sama, sérstaklega frá ferðaiðnaðinum. Ég held að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að ganga eitthvað í þá átt," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Íslendingar og Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir munu taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norðurlöndunum og Balkanskaga, að því er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð í gær. "Svíar, Norðmenn og Finnar halda reglulega fundi með þeim balknesku ríkjum sem eru í Evrópusambandinu og viljum við gjarnan koma meira að því til að fylgjast betur með því sem þar fer fram. Enda liggur það ljóst fyrir að þeir sem eru í ESB nú þegar vilja hafa okkur með og telja styrk af því," sagði hann. "Það kom mjög skýrt fram hjá Dönum og Svíum að þeir telja að Evrópusambandið sé ekki að þróast inn í sambandsríki heldur sé það að þróast sem stofnun þar sem sjálfstæð ríki vinna saman. Eftir því sem ríkin hafa orðið fleiri þeim mun minni líkur séu á því að Evrópusambandið muni þróast í þá átt," sagði Halldór. Halldór sagði fund norrænu forsætisráðherranna hafa heppnast vel. Áhersla hafi verið lögð á að styrkja norrænt samstarf og jafnframt að auka samstarfið við Eystrasaltslöndin og bjóða þeim að taka þátt í ýmsum norrænum stofnunum. "Við ræddum einnig vandamál sem hafa komið upp vegna lægri skattlagningu á áfengi. Fulltrúar landanna sem eru í ESB sögðust mundu vinna að því að skerpa betur sameiginlega sýn ESB á þessi mál," segir Halldór. Hann býst við að það verði erfiður róður vegna ólíkra viðhorfa landanna gagnvart áfengi. "Danir og Svíar útiloka það ekki að þeir muni þurfa að lækka skatt á áfengi enn frekar. Það er pressa á okkur á Íslandi að gera hið sama, sérstaklega frá ferðaiðnaðinum. Ég held að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að ganga eitthvað í þá átt," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira