Forseti í þriðja sinn 2. ágúst 2004 00:01 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira