Breyting húsbréfa skattskyld 14. júlí 2004 00:01 Skuldabréfaskipti milli gamla húsbréfakerfisins og þess nýja eru túlkuð sem sala og kaup, en ekki sem formbreyting. Niðurstaða ríkisskattstjóra er sú að fjármagnstekjustofn myndist af hagnaði innleystra húsbréfa við skiptin. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagnstekjuskatts við kerfisbreytinguna. Erindi um skattalega meðferð skuldabréfaskiptanna var sent ríkisskattstjóra 22. júní, rúmri viku áður en kerfisbreytingin tók gildi og svar barst þremur dögum síðar. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þjónustu og almannatengsla, segir túlkun skattstjóra hafa komið í bakið á mönnum. "Þessi túlkun bitnar á þeim sem síst skyldi," segir Hallur. Sá hópur sem harðast gæti orðið úti eru eigendur húsbréfa sem hafa tekjutengdar bætur. Fjármagnstekjur af bréfunum koma, miðað við túlkunina, í einu lagi á þetta skattaár. Hallur segir að túlkun sjóðsins hafi verið þá að ekki væri um innlausn að ræða heldur skipti á bréfum og þar með ætti ekki að greiða skatt fyrr en við innlausn þeirra bréfa. Við kerfisbreytinguna stóð ekki öllum eigendum húsbréfa til boða að skipta bréfum. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn hafa gengið eins langt í skiptunum og hægt hafi verið. "Við gengum eins langt og við töldum stætt á að gera án þess að stofna sjóðnum í hættu." Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að draga út húsbréf og innleysa þau. Við kerfisbreytinguna aukast líkur á því að bréf þeirra sem eftir eru verði dregin út. Þar með breytast áhættuforsendur eigenda bréfanna. Efasemdir eru um réttmæti þess að breyta áhættuforsendum við útdrátt. Sigurður segir ótvírætt að mati sjóðsins að heimildin sé fyrir hendi. Líkur á útdrætti í gamla kerfinu hafi ekki verið fasti og sjóðurinn hafi þessar heimildir. Sigurður segir að gagnrýnisverð atriði á kerfisbreytinguna séu minniháttar miðað við umfang hennar. Stuttur tími hafi verið fyrir kerfisbreytinguna. Lengri tími hefði aukið á óvissu á markaði. Hann segir að þegar breytingin sé skoðuð í heild hafi tekist vel til. "Þessi breyting er íbúðakaupendum framtíðarinnar til mikilla hagsbóta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Skuldabréfaskipti milli gamla húsbréfakerfisins og þess nýja eru túlkuð sem sala og kaup, en ekki sem formbreyting. Niðurstaða ríkisskattstjóra er sú að fjármagnstekjustofn myndist af hagnaði innleystra húsbréfa við skiptin. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagnstekjuskatts við kerfisbreytinguna. Erindi um skattalega meðferð skuldabréfaskiptanna var sent ríkisskattstjóra 22. júní, rúmri viku áður en kerfisbreytingin tók gildi og svar barst þremur dögum síðar. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þjónustu og almannatengsla, segir túlkun skattstjóra hafa komið í bakið á mönnum. "Þessi túlkun bitnar á þeim sem síst skyldi," segir Hallur. Sá hópur sem harðast gæti orðið úti eru eigendur húsbréfa sem hafa tekjutengdar bætur. Fjármagnstekjur af bréfunum koma, miðað við túlkunina, í einu lagi á þetta skattaár. Hallur segir að túlkun sjóðsins hafi verið þá að ekki væri um innlausn að ræða heldur skipti á bréfum og þar með ætti ekki að greiða skatt fyrr en við innlausn þeirra bréfa. Við kerfisbreytinguna stóð ekki öllum eigendum húsbréfa til boða að skipta bréfum. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn hafa gengið eins langt í skiptunum og hægt hafi verið. "Við gengum eins langt og við töldum stætt á að gera án þess að stofna sjóðnum í hættu." Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að draga út húsbréf og innleysa þau. Við kerfisbreytinguna aukast líkur á því að bréf þeirra sem eftir eru verði dregin út. Þar með breytast áhættuforsendur eigenda bréfanna. Efasemdir eru um réttmæti þess að breyta áhættuforsendum við útdrátt. Sigurður segir ótvírætt að mati sjóðsins að heimildin sé fyrir hendi. Líkur á útdrætti í gamla kerfinu hafi ekki verið fasti og sjóðurinn hafi þessar heimildir. Sigurður segir að gagnrýnisverð atriði á kerfisbreytinguna séu minniháttar miðað við umfang hennar. Stuttur tími hafi verið fyrir kerfisbreytinguna. Lengri tími hefði aukið á óvissu á markaði. Hann segir að þegar breytingin sé skoðuð í heild hafi tekist vel til. "Þessi breyting er íbúðakaupendum framtíðarinnar til mikilla hagsbóta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent