Framsóknarflokkurinn upp við vegg 2. júlí 2004 00:01 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira