Smíðar úr og bíla 2. júlí 2004 00:01 Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi. Bílar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi.
Bílar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira