Kerry heimsækir landsbyggðina 2. júlí 2004 00:01 Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú. John Kerry leggur í dag af stað í eina af fjölmörgum heimsóknum sínum til landsbyggðarkjördæma þar sem hann ætlar að sannfæra fólkið um að hann sé einn af þeim og landsbyggðin skipti hann miklu máli.. Verkefni Kerrys gæti átt eftir að reynast erfitt þar sem yfirbragð hans sem frjálslynds yfirstéttarmanns úr austrinu fellur landsbyggðarfólki ekki vel í geð. Kerry mun á næstu vikum snæða „barbeque“-grillmat með fólkinu í Iowa, hlusta á bændur í Bloomer og jafnvel skjóta af byssu í Missisippi. En skoðanir Kerrys á skotvopnum eru að mati repúblíkana einmitt ein af lykilástæðum þess að fólkið í sveitum landsins ætti ekki að kjósa hann. Þessu mótmæla talsmenn Kerrys, sem segja hann vera veiðimann mikinn, þrátt fyrir að hann vilji setja öryggið á oddinn þegar kemur að skotvopnaeign. Þeir telja stöðuna í Írak og slælegt efnahagsástand í Bandaríkjunum gefa kjósendum til sveita ástæðu til að velja Kerry. Repúblíkanar ætla að verja landsbyggðaratkvæðin með kjafti og klóm og í gær fór af stað herferð af þeirra hálfu með yfirskriftinni: „Tíu helstu ástæður þess að John Kerry er rangur kostur fyrir landsbyggðarfólk.“ Ljóst er að George Bush verður að sigra í landsbyggðarkjördæmum ætli hann sér að ná endurkjöri enda eiga demókratar jafnan góða tíð í vændum takist þeim að sækja upp undir helming þessara atkvæða. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú. John Kerry leggur í dag af stað í eina af fjölmörgum heimsóknum sínum til landsbyggðarkjördæma þar sem hann ætlar að sannfæra fólkið um að hann sé einn af þeim og landsbyggðin skipti hann miklu máli.. Verkefni Kerrys gæti átt eftir að reynast erfitt þar sem yfirbragð hans sem frjálslynds yfirstéttarmanns úr austrinu fellur landsbyggðarfólki ekki vel í geð. Kerry mun á næstu vikum snæða „barbeque“-grillmat með fólkinu í Iowa, hlusta á bændur í Bloomer og jafnvel skjóta af byssu í Missisippi. En skoðanir Kerrys á skotvopnum eru að mati repúblíkana einmitt ein af lykilástæðum þess að fólkið í sveitum landsins ætti ekki að kjósa hann. Þessu mótmæla talsmenn Kerrys, sem segja hann vera veiðimann mikinn, þrátt fyrir að hann vilji setja öryggið á oddinn þegar kemur að skotvopnaeign. Þeir telja stöðuna í Írak og slælegt efnahagsástand í Bandaríkjunum gefa kjósendum til sveita ástæðu til að velja Kerry. Repúblíkanar ætla að verja landsbyggðaratkvæðin með kjafti og klóm og í gær fór af stað herferð af þeirra hálfu með yfirskriftinni: „Tíu helstu ástæður þess að John Kerry er rangur kostur fyrir landsbyggðarfólk.“ Ljóst er að George Bush verður að sigra í landsbyggðarkjördæmum ætli hann sér að ná endurkjöri enda eiga demókratar jafnan góða tíð í vændum takist þeim að sækja upp undir helming þessara atkvæða.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira