Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum 23. júní 2004 00:01 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent