Lækkun skatta bætir samfélagið Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Skattalækkanir komnar til umræðu aftur en á skrítnum forsendum - Gunnar Smári Egilsson Það er sama hvaðan gott kemur. Ef stjórnarflokkarnir ná saman um lækkun virðisaukaskatts á þeim forsendum að með því geti ríkissjóður greitt niður vaxandi verðbólgu, þá má sætta sig við það. Það verður hins vegar að teljast hæpin hagstjórn. Það eru meiri hætta á að lækkun virðisaukaskatts skili sér ekki í verðlagið á þennslutíma en ef stjórnvöld næðu fyrst betri tökum á hagsstjórninni og lækkaði skattinn þegar nokkur kyrrð væri komin á verðlagið. Háir skattar á Íslandi eru ekki ástæða verðbólgunnar nú heldur sú að ekki hefur tekist að mæta auknum umsvifum í samfélaginu með aðhaldsaðgerðum. Það gæti því orðið skammgóður vermir fyrir stjórnvöld að lækka virðisaukaskatt til að hemja verðbólgu. Sú aðgerð gæti jafnvel byrgt sýn á raunverulega verðbólguhvata.En ef til vill er betra að fá skattalækkanir af röngum forsendum en fá þær alls ekki. Þótt til séu kenningar um að það sé hagfellt að ríkið taki til sín aukið fé á uppgangstímum til að draga úr þennslu þá þekkjum við Íslendingar fá dæmi þess að þessi kenning raungerist. Ríkið okkar eyðir yfirleitt flestu af skattfé sínu jafn óðum og það nær að komast yfir það -- og þá skiptir litlu hvort það er uppgangur eða samdráttur í öðrum geirum samfélagsins. Það má finna betra samhengi milli ríkisútgjalda og þess hversu langt er til kosninga en stöðu efnahagslífsins. Við þekkjum líka dæmi þess að þeir sem gæta almannafjár hafi smitast af bjartsýni í samfélaginu á ofþennslutímum og ausið úr ríkissjóði á báðar hendur -- til dæmis í þennslunni um aldamótin síðustu,Fyrir síðustu kosningar hafnaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hagfræðikenningum um að ríkið ætti að taka til sín sem mest fé á uppgagnstímum með þeim rökum að ekkert benti til að almenningur færi ver með fé en ríkisvaldið. Hvort sem þessi kenning er gagnslaus alls staðar í veröldinni er ljóst af reynslu okkar Íslendinga að ef hún að duga þarf henni að fylgja aðhaldssemi í ríkisrekstri. Og þar sem ekkert bólar á henni er ástæðulaust að láta sem þessi kenning gagnist okkur.Skattalækkun nú væri því fremur réttlætismál en hagstjórnaraðgerð. Og löngu timabært réttlæti. Það er auðvitað engin hemja að ríkisvaldið leggi tæp 25 prósent ofan á alla neysluvöru og 14 prósent ofan á þá allra nauðsynlegustu. Þennan skatt þurfa allir að greiða hvort sem þeir eru aflögufærir eða ekki. Það er hins vegar vandséð að ríkisvaldinu skorti fé.Íslenskt samfélag hefur tekið miklum framförum á undanförnum áratugum. Samhliða hagsæld hafa ýmsar hömlur verið lagðar af og aukin þróttur færst í samfélagið. Af einstökum ágöllum sem aðgreinir íslenskt samfélag frá nágrannalöndum okkar er hátt matarverð líklega sárasti bletturinn. Lækkun virðisaukaskatts er því gott skref til að bæta íslenskt samfélag. Stöðvun stjórnlausar þennslu ríkisútgjalda yrði síðan óhjákvæmilegur fylgisfiskur slíkrar aðgerðar. Það er einnig jákvæður þáttur því það er löngu tímabært að endurskoða ríkisreksturinn og marka nýja og skilvirkari stefnu í menntamálum, heilbrigðismálum og velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skattalækkanir komnar til umræðu aftur en á skrítnum forsendum - Gunnar Smári Egilsson Það er sama hvaðan gott kemur. Ef stjórnarflokkarnir ná saman um lækkun virðisaukaskatts á þeim forsendum að með því geti ríkissjóður greitt niður vaxandi verðbólgu, þá má sætta sig við það. Það verður hins vegar að teljast hæpin hagstjórn. Það eru meiri hætta á að lækkun virðisaukaskatts skili sér ekki í verðlagið á þennslutíma en ef stjórnvöld næðu fyrst betri tökum á hagsstjórninni og lækkaði skattinn þegar nokkur kyrrð væri komin á verðlagið. Háir skattar á Íslandi eru ekki ástæða verðbólgunnar nú heldur sú að ekki hefur tekist að mæta auknum umsvifum í samfélaginu með aðhaldsaðgerðum. Það gæti því orðið skammgóður vermir fyrir stjórnvöld að lækka virðisaukaskatt til að hemja verðbólgu. Sú aðgerð gæti jafnvel byrgt sýn á raunverulega verðbólguhvata.En ef til vill er betra að fá skattalækkanir af röngum forsendum en fá þær alls ekki. Þótt til séu kenningar um að það sé hagfellt að ríkið taki til sín aukið fé á uppgangstímum til að draga úr þennslu þá þekkjum við Íslendingar fá dæmi þess að þessi kenning raungerist. Ríkið okkar eyðir yfirleitt flestu af skattfé sínu jafn óðum og það nær að komast yfir það -- og þá skiptir litlu hvort það er uppgangur eða samdráttur í öðrum geirum samfélagsins. Það má finna betra samhengi milli ríkisútgjalda og þess hversu langt er til kosninga en stöðu efnahagslífsins. Við þekkjum líka dæmi þess að þeir sem gæta almannafjár hafi smitast af bjartsýni í samfélaginu á ofþennslutímum og ausið úr ríkissjóði á báðar hendur -- til dæmis í þennslunni um aldamótin síðustu,Fyrir síðustu kosningar hafnaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hagfræðikenningum um að ríkið ætti að taka til sín sem mest fé á uppgagnstímum með þeim rökum að ekkert benti til að almenningur færi ver með fé en ríkisvaldið. Hvort sem þessi kenning er gagnslaus alls staðar í veröldinni er ljóst af reynslu okkar Íslendinga að ef hún að duga þarf henni að fylgja aðhaldssemi í ríkisrekstri. Og þar sem ekkert bólar á henni er ástæðulaust að láta sem þessi kenning gagnist okkur.Skattalækkun nú væri því fremur réttlætismál en hagstjórnaraðgerð. Og löngu timabært réttlæti. Það er auðvitað engin hemja að ríkisvaldið leggi tæp 25 prósent ofan á alla neysluvöru og 14 prósent ofan á þá allra nauðsynlegustu. Þennan skatt þurfa allir að greiða hvort sem þeir eru aflögufærir eða ekki. Það er hins vegar vandséð að ríkisvaldinu skorti fé.Íslenskt samfélag hefur tekið miklum framförum á undanförnum áratugum. Samhliða hagsæld hafa ýmsar hömlur verið lagðar af og aukin þróttur færst í samfélagið. Af einstökum ágöllum sem aðgreinir íslenskt samfélag frá nágrannalöndum okkar er hátt matarverð líklega sárasti bletturinn. Lækkun virðisaukaskatts er því gott skref til að bæta íslenskt samfélag. Stöðvun stjórnlausar þennslu ríkisútgjalda yrði síðan óhjákvæmilegur fylgisfiskur slíkrar aðgerðar. Það er einnig jákvæður þáttur því það er löngu tímabært að endurskoða ríkisreksturinn og marka nýja og skilvirkari stefnu í menntamálum, heilbrigðismálum og velferðarþjónustu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun