Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Viðskipti innlent 12.8.2025 21:01
Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist örlítið í ágúst. Forstjóri Vinnumálastofnunin segir aukið atvinnuleysi á milli mánaða stafa af árvissri árstíðarsveiflu í íslensku atvinnulífi sem orsakist af fækkun ferðamanna og samdrætti í byggingariðnaðinum. Viðskipti innlent 12.8.2025 17:37
Almannatenglar stofna fjölmiðil Eigandi og ráðgjafi eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins hafa hleypt af stokkunum nýjum fjölmiðli sem birtir fréttir og tilkynningar. Ritstjóri miðilsins telur það ekki bjóða upp á hagsmunaárekstra að vinna við almannatengsl og skrifa fréttir á sama tíma. Viðskipti innlent 12.8.2025 15:44
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent 12.8.2025 12:01
Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Viðskipti innlent 9.8.2025 13:47
Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Viðskipti innlent 7.8.2025 17:13
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Viðskipti innlent 7.8.2025 16:44
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent í júní 2025 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Viðskipti innlent 7.8.2025 10:05
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 7.8.2025 06:40
Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Viðskipti innlent 6.8.2025 13:15
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. Viðskipti innlent 6.8.2025 12:15
Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju. Um er að ræða nýtt fyrirtæki á viðburðamarkaðnum sem hóf göngu sína í vor. Viðskipti innlent 6.8.2025 08:41
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Viðskipti innlent 5.8.2025 22:31
Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Bandaríska flugfélagið Alaska Airlines mun hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Seattle sumarið 2026. Viðskipti innlent 5.8.2025 12:24
Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Vefur og smáforrit Íslandsbanka hafa legið niðri í morgun, fyrsta virka dag eftir verslunarmannahelgi. Vefurinn er kominn aftur í lag. Viðskipti innlent 5.8.2025 09:55
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. Viðskipti innlent 1.8.2025 17:47
Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. Viðskipti innlent 1.8.2025 12:16
Forstjóraskipti hjá Ice-Group Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. Viðskipti innlent 1.8.2025 11:36
Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. Viðskipti innlent 31.7.2025 12:32
Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hvalur hf. hyggst höfða mál á hendur ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið telur sig hafa beðið vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar tímabundið sumarið 2023. Viðskipti innlent 31.7.2025 10:22
Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Arion banki hagnaðist um tæpa tíu milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 5,5 milljarðar. Bankastjóri segir afkomuna umfram væntingar. Viðskipti innlent 30.7.2025 16:06
Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Viðskipti innlent 30.7.2025 14:41
Festi hagnast umfram væntingar Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna. Viðskipti innlent 30.7.2025 10:22
Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Flugvél Play sem skemmdist ill í hagléli yfir Póllandi í byrjun mánaðar er komin úr viðgerð í Katowice. Þannig nýtast níu af tíu vélum flugfélagsins en tíunda vélin er enn í viðgerð, sem hefru tafist vegna langrar biðar eftir varahlutum. Viðskipti innlent 30.7.2025 10:19
Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. Viðskipti innlent 29.7.2025 13:50