Sport

Enska augna­blikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ríkharð Óskar Guðnason er einn mesti Paolo Di Canio maður landsins og sem ungur maður keypti hann sér treyju merkta Ítalanum þrátt fyrir að styðja allt annað lið.

Enski boltinn

Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum?

Bardagaskipuleggjandinn Eddie Hearn segir að það sé mikill möguleiki á því að Jake Paul mæti fyrrum heimsmeistaranum Anthony Joshua í hringnum. Hearn segir að bardaginn muni setja allskonar met og geta farið fram í byrjun næsta árs.

Sport

Þjóð­verjar unnu Doncic lausa Slóvena

Liðin sem leika á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik sem hefst í lok mánaðar eru á fullu í undirbúningi sínum. Þýskaland lagði Slóvena öðru sinni um helgina og Ísraelar lögðu Grikki af velli.

Körfubolti

„Rýr stigasöfnun í deildinni vissu­lega á­hyggju­efni“

Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. 

Íslenski boltinn

Barcelona rúllaði yfir Como

Ungstirnið Lamine Yamal skoraði tvö mörk, sitthvoru megin við hálfleikinn, þegar Barcelona tók á móti Como í æfingaleik í kvöld. Katalónarnir sýndu mönnum fyrrum Börsungsins, Cesc Fabregas, enga gestrisni og unnu sannfærandi 5-0 sigur.

Fótbolti

Hall­grímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast

„Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum.

Íslenski boltinn

Guð­rún Brá Ís­lands­meistari eftir spennandi umspil

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í dag eftir umspil þegar mótinu lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Hulda Clara Gestsdóttir hafði leitt með fimm höggum fyrir lokadaginn en eftir mjög slæma byrjun hennar fuðraði forskotið upp og eftir æsispennandi hring þurfti umspil til að skera úr um meistara.

Golf

Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frá­bæra byrjun

Íslenska tuttuga ára landslið kvenna í körfuknattleik lék í dag gegn Tyrklandi um sjöunda sætið í A-Evrópukeppninnar. Stelpurnar okkar byrjuðu frábærlega en annar og þriðji leikhluti urðu liðinu að falli. Lokatölur 73-65 fyrir Tyrkland og Ísland lenti í áttunda sæti.

Körfubolti

Brøndby náði í sigur heima­fyrir

Brøndby, sem var niðurlægt í Víkinni vikunni, náði í sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið lagði Vejle 2-1 á heimavelli og jafnaði FC Kaupmannahöfn að stigum í deildinni.

Fótbolti

Davíð Smári: Á­nægður með orkustigið

Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik.

Íslenski boltinn

Ísak nældi í gult í tapi

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik IFK Norrköping og Hammarby í 19. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Ekki komust þeir á blað nema Ísak Sigurgeirsson sem nældi sér í gult spjald. Hammarby vann leikinn 0-2 á heimavelli Norrköping.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Hjá­trú og al­sæla

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint.

Enski boltinn

Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó

Vísir sagði frá því í gær að japanskur hnefaleikakappi hefði látist vegna höfuðmeiðsla sinna í boxbardaga fyrir tæpri viku síðan. Nú hefur annar hnefaleikakappi fallið frá og hann tók líka þátt í þessari sömu keppni þetta afdrifaríka kvöld.

Sport