Innlent Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Ofbeldi og aðrir glæpir eru seldir sem þjónustuvara gegn greiðslu á Íslandi og einkar alvarlegt er þegar skipulagðir glæpahópar nýta börn og ungmenni í þeim tilgangi. Þetta segir framkvæmdastjóri Europol sem telur málin undirstrika mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri. Innlent 11.11.2025 21:01 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. Innlent 11.11.2025 20:38 Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Innlent 11.11.2025 20:24 „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. Innlent 11.11.2025 20:00 Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Innlent 11.11.2025 19:29 Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Dæmi eru um að glæpahópar reyni að fá íslensk börn til liðs við sig, í því skyni að fá þau til að fremja glæpi. Framkvæmdastjóri Europol segir viðgangast hér, líkt og annars staðar, að ofbeldisverk og aðrir glæpir séu framin gegn greiðslu. Innlent 11.11.2025 18:10 Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Lokað hefur verið fyrir innlagnir á legudeild bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum og fjölda skurðaðgerða frestað. Inflúensufaraldur geisar á deildinni. Innlent 11.11.2025 17:29 Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests. Innlent 11.11.2025 17:07 „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Innlent 11.11.2025 16:56 Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49 Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Aflögun undir Svartsengi er orðin hægari en áður. Á sama tíma hefur verulega dregið úr skjálftavirkni í Krýsuvík undanfarnar vikur. Enn ríkir óvissa um hvenær næstu eldsumbrot gætu orðið. Hættumat helst að óbreyttu eins fram að 25. nóvember. Innlent 11.11.2025 15:42 Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára. Innlent 11.11.2025 15:08 Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni. Innlent 11.11.2025 15:00 Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík hefur ákveðið að kjördagur í leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Innlent 11.11.2025 14:49 Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum. Innlent 11.11.2025 14:35 Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Innlent 11.11.2025 13:52 Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Innlent 11.11.2025 12:34 Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum. Innlent 11.11.2025 11:58 Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. Innlent 11.11.2025 08:56 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Seinni dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er einstakur vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. Innlent 11.11.2025 08:33 Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Innlent 11.11.2025 08:00 Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að. Innlent 11.11.2025 06:46 Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í póstnúmerinu 104 á vaktinni í gærkvöldi og nótt, og þá var tilkynnt um ágreining og slagsmál í sama hverfi. Innlent 11.11.2025 06:27 Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Tvö ár eru liðin frá því að rýma þurfti Grindavík með hraði vegna jarðskjálfta, en tímabilið sem fylgdi á eftir hefur einkennst af óvissu og erfiðleikum. Í Grindavíkurkirkju var efnt til samverustundar. Innlent 10.11.2025 23:33 Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10.11.2025 22:01 Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum. Innlent 10.11.2025 21:45 Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun. Innlent 10.11.2025 21:04 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Innlent 10.11.2025 20:27 Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Innlent 10.11.2025 20:15 Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10.11.2025 19:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Ofbeldi og aðrir glæpir eru seldir sem þjónustuvara gegn greiðslu á Íslandi og einkar alvarlegt er þegar skipulagðir glæpahópar nýta börn og ungmenni í þeim tilgangi. Þetta segir framkvæmdastjóri Europol sem telur málin undirstrika mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri. Innlent 11.11.2025 21:01
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. Innlent 11.11.2025 20:38
Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Innlent 11.11.2025 20:24
„Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. Innlent 11.11.2025 20:00
Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Innlent 11.11.2025 19:29
Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Dæmi eru um að glæpahópar reyni að fá íslensk börn til liðs við sig, í því skyni að fá þau til að fremja glæpi. Framkvæmdastjóri Europol segir viðgangast hér, líkt og annars staðar, að ofbeldisverk og aðrir glæpir séu framin gegn greiðslu. Innlent 11.11.2025 18:10
Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Lokað hefur verið fyrir innlagnir á legudeild bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum og fjölda skurðaðgerða frestað. Inflúensufaraldur geisar á deildinni. Innlent 11.11.2025 17:29
Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests. Innlent 11.11.2025 17:07
„Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Innlent 11.11.2025 16:56
Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49
Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Aflögun undir Svartsengi er orðin hægari en áður. Á sama tíma hefur verulega dregið úr skjálftavirkni í Krýsuvík undanfarnar vikur. Enn ríkir óvissa um hvenær næstu eldsumbrot gætu orðið. Hættumat helst að óbreyttu eins fram að 25. nóvember. Innlent 11.11.2025 15:42
Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára. Innlent 11.11.2025 15:08
Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni. Innlent 11.11.2025 15:00
Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík hefur ákveðið að kjördagur í leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Innlent 11.11.2025 14:49
Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum. Innlent 11.11.2025 14:35
Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Innlent 11.11.2025 13:52
Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Innlent 11.11.2025 12:34
Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum. Innlent 11.11.2025 11:58
Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. Innlent 11.11.2025 08:56
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Seinni dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er einstakur vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. Innlent 11.11.2025 08:33
Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Innlent 11.11.2025 08:00
Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að. Innlent 11.11.2025 06:46
Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í póstnúmerinu 104 á vaktinni í gærkvöldi og nótt, og þá var tilkynnt um ágreining og slagsmál í sama hverfi. Innlent 11.11.2025 06:27
Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Tvö ár eru liðin frá því að rýma þurfti Grindavík með hraði vegna jarðskjálfta, en tímabilið sem fylgdi á eftir hefur einkennst af óvissu og erfiðleikum. Í Grindavíkurkirkju var efnt til samverustundar. Innlent 10.11.2025 23:33
Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10.11.2025 22:01
Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum. Innlent 10.11.2025 21:45
Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun. Innlent 10.11.2025 21:04
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Innlent 10.11.2025 20:27
Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Innlent 10.11.2025 20:15
Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10.11.2025 19:15