Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur yfirgefið Braga eftir einungis hálft ár í herbúðum portúgalska liðsins. Fótbolti 30.12.2025 23:42
Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Ruben Amorim sagði að Manchester United hefði verið í vandræðum allan tímann gegn botnliði Wolves á Old Trafford í kvöld. Enski boltinn 30.12.2025 22:58
Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Eftir ellefu sigra í röð í öllum keppnum var Aston Villa skellt hressilega niður á jörðina af Arsenal í kvöld. Skytturnar unnu 4-1 sigur og náðu fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 30.12.2025 19:47
Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Japaninn Kazuyoshi Miura, sem á sínum tíma skoraði 55 mörk í 89 landsleikjum, verður 59 ára gamall í febrúar en lætur það ekki stoppa sig í að halda áfram ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Fótbolti 30.12.2025 15:02
Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Það er loksins farið að rofa til hjá landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni sem misst hefur af öllu haustinu vegna meiðsla. Hann gæti snúið aftur til leiks á sunnudaginn, gegn Atlético Madrid, undir stjórn nýs þjálfara Real Sociedad í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Fótbolti 30.12.2025 14:15
Liðið sem gerir stólpagrín að xG Arsenal tekur á móti Aston Villa í sannkölluðum stórleik í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Villa-menn hafa gert ótrúlega hluti varðandi vænt mörk (xG eða Excpected Goals) í leikjum sínum og geta með sigri í kvöld jafnað Arsenal að stigum á toppnum. Enski boltinn 30.12.2025 12:46
Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Liverpool hefur fengið á sig flest mörk úr föstum leikatriðum af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni og Englandsmeistararnir hafa því gripið til róttækra aðgerða. Enski boltinn 30.12.2025 12:00
Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Arnar Gunnlaugsson segir nauðsynlegt að margir leikmenn komi við sögu hjá íslenska landsliðinu í fótbolta til að koma í veg fyrir sams konar stöðnun og átti sér stað eftir að gullkynslóðin hvarf af sviðinu. Fótbolti 30.12.2025 11:30
Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Alfons Sampsted fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði enska knattspyrnufélagsins Birmingham í gærkvöld og þótti standa sig afar vel. Hann kveðst þó alltaf hafa verið meðvitaður um að staða sín hjá félaginu væri ekki góð. Fótbolti 30.12.2025 09:30
„Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Þeir sem spila Fantasy-leikinn í ensku úrvalsdeildinni horfa flestir á marga leiki í deildinni líka. Tölurnar tala í Fantasy en ekki skemmtanagildi leikmannsins. Umræða skapaðist um einmitt þetta í nýjasta þættinum af Fantasýn sem er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi. Enski boltinn 30.12.2025 07:02
Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Spænskur fótboltaþjálfari og þrjú börn hans fórust í bátaslysi þegar þau voru stödd í jólafríi sínu á vinsælu ferðamannasvæði í Indónesíu. Fótbolti 30.12.2025 06:32
„Ég hélt ég myndi deyja“ Liverpool-goðsögnin Ian Rush, markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, segist hafa haldið að hann væri að deyja eftir að hafa hrunið niður heima hjá sér fyrr í þessum mánuði. Enski boltinn 29.12.2025 23:33
Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Forráðamenn Nottingham Forest eru mjög ósáttir með að sigurmark Manchester City hafi fengið að standa en City vann 2-1 sigur í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 29.12.2025 22:02
Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa fengu skell í kvöld á gamla heimavelli þjálfara síns í Róm. Það stefndi í stórtap eftir hræðilegan fyrri hálfleik en Genóamenn björguðu andlitinu með því að halda aftur af heimamönnum í þeim síðari. Fótbolti 29.12.2025 21:40
Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Marokkó brunaði inn í sextán liða úrslitin á Afríkumótinu í fótbolta eftir stórsigur í lokaleik riðilsins í kvöld. Fótbolti 29.12.2025 20:58
Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Lazio og fyrrum stjóri Cheslea, hefur gengist undir minni háttar hjartaaðgerð. Fótbolti 29.12.2025 20:00
Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Ruben Amorim, aðalþjálfari Manchester United, sagði að ef hann hefði breytt leikkerfi Manchester United vegna þrýstings frá fjölmiðlum hefðu það verið endalokin fyrir hann. Enski boltinn 29.12.2025 18:33
Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Egyptaland og Suður-Afríka tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta í dag. Fótbolti 29.12.2025 18:23
Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sammy Smith hefur fundið sér nýtt lið eftir tvö frábær ár á Íslandi en knattspyrnukonan snjalla samdi við Boston Legacy í bandarísku NWSL-deildinni. Fótbolti 29.12.2025 18:07
Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Manchester United hefur samið við þýsku landsliðskonuna Leu Schuller en hún kemur til enska liðsins frá Bayern München. Enski boltinn 29.12.2025 17:31
Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Arsenal mun horfa til þess að kaupa leikmenn í janúarglugganum. Þetta segir knattspyrnustjóri liðsins, Mikel Arteta. Enski boltinn 29.12.2025 15:47
„Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar hrósuðu Unai Emery, knattspyrnustjóra Aston Villa, í hástert í þætti gærdagsins. Enski boltinn 29.12.2025 14:17
Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, vill að framtíð sín verði ljós áður en nýja árið gengur í garð. Enski boltinn 29.12.2025 12:00
„Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki hafa fundið neina töfralausn til að snúa gengi liðsins við. Enski boltinn 29.12.2025 10:30