Viðskipti innlent

Ei­ríkur Orri til Ofar

Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Eirík Orra Agnarsson sem viðskiptastjóra nýs sviðs, Heilbrigðislausna, þar sem hann mun meðal annars leiða uppbyggingu og starfsemi Canon Medical á Íslandi.

Viðskipti innlent

Segir stjórn­endur ætla að skilja skuldirnar eftir á Ís­landi

Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu.

Viðskipti innlent

„Við munum gæta réttar kröfu­hafa í hví­vetna“

Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot.

Viðskipti innlent

Við­kvæm staða í björgunar­að­gerðum Play Europe

Skuldabréfaeigendur í Play keppast nú við að bjarga dótturfélagi flugfélagsins á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Í upptöku  af starfsmannafundi dótturfélagsins á Möltu sem fréttastofu hefur undir höndum kemur fram að leigusalarnir hafi kippt að sér höndum við fall Play á Íslandi og staðan sé flókin.

Viðskipti innlent

Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu

Halldór Guðfinnsson, flugrekstrarstjóri Play og maltneska dótturfélagsins, fékk uppsagnarbréf hvað íslenska félagið varðar afhent fimmtán mínútum eftir starfsmannafund maltneska félagsins og sagði í kjölfarið upp störfum á Möltu. Á fundinum sagði hann að hann væri einn tveggja starfsmanna félagsins á Íslandi sem héldi vinnunni og hann væri viss um að starfsemin á Möltu væri fjármögnuð.

Viðskipti innlent

Sahara og Olís til­nefnd til tvennra al­þjóð­legra verð­launa

Auglýsingastofan Sahara og Olís hafa verið tilnefnd til  European Paid Media Awards 2025 fyrir herferðina Sumarleikur Olís 2024. Í tilkynningu segir að herferðin sé tilnefnd í tveimur flokkum: Paid Media Campaign of the Year og Paid Social Campaign of the Year, fyrir það sem kallað er „Engaging Gamification for Brand Loyalty“ á vefsíðu verðlaunanna.

Viðskipti innlent

Stefna á að hefja starf­semi á Möltu innan tíu vikna

Unnið er að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt er að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geta óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hefur verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október.

Viðskipti innlent

Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu

Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta.

Viðskipti innlent

Hrun í makríl og kol­munna

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur veitt ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en á yfirstandandi ári og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á norsk-íslenskri vorgotssíld.

Viðskipti innlent

Fall Play á­fall en að ein­hverju leyti fyrir­séð

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess.

Viðskipti innlent

Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri.

Viðskipti innlent

Höggið á ís­lenska ferða­þjónustu ætti að vera tak­markað

Arion banki segir í nýrri efnahagsspá sinni að höggið við brotthvarf Play á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað. Hlutdeild Play í komum erlendra ferðamanna til landsins hafi verið komin undir tíu prósent við fall félagsins í gær. Hlutdeild Icelandair sé um fjörutíu prósent til samanburðar. Áhrifin verði þó alltaf einhver á flugframboð og atvinnuleysi.

Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi 5,3 prósent í ágúst

Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára mældist 5,3 prósent í ágúst 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 12.800, hlutfall starfandi 78,6 prósent sem samsvarar tæplega 228.900 einstaklingum. Atvinnuþátttaka var 83 prósent eða um 241.700 manns á vinnumarkaði.

Viðskipti innlent