Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Eftir tímabilið lætur Nik Chamberlain af störfum hjá Breiðabliki og tekur við Kristianstad í Svíþjóð. Félögin greindu bæði frá þessu í morgun. Íslenski boltinn 28.9.2025 08:51
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og við ætlum að fara yfir það helsta hér að neðan í máli og myndum. Fótbolti 28.9.2025 08:02
Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sveinn Aron Guðjohnsen átti frábæra innkomu af varamannabekk Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu þegar liðið gerð 3-3 jafntefli við Viking. Fótbolti 27.9.2025 22:45
Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, á stórt verkefni fyrir höndum eftir tap á móti ÍA á Akranesi í dag. KR-ingar eru nú þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla. Íslenski boltinn 27.9.2025 17:51
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum FH og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 23. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavöll í dag. Íslenski boltinn 27.9.2025 13:20
Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut ÍA sigraði KR í miklum fallbaráttuslag á Skaganum í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 3-2 og með sigrinum eru Skagamenn komnir fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 27.9.2025 13:17
Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Manchester City átti ekki í vandræðum með að leggja nýliða Burnley að velli á heimavelli sínum í dag, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leeds missti sigur niður í 2-2 jafntefli í lokin gegn Bournemouth. Enski boltinn 27.9.2025 15:56
Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hans menn hafi ekki haft nógu góða stjórn á leiknum gegn Brentford. Hann segir að tapið svíði. Enski boltinn 27.9.2025 14:54
Nuno tekinn við West Ham West Ham United hefur ráðið Nuno Espírito Santo sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Enski boltinn 27.9.2025 14:10
Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Real Madrid var með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni áður þeir sóttu nágranna sína í Atlético heim í dag. Heimamenn léku við hvurn sinn fingur að þessu sinni og skoruðu fimm mörk. Fótbolti 27.9.2025 13:45
Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Eddie Nketiah reyndist hetja Crystal Palace með sigurmarki seint í uppbótartíma gegn meisturum Liverpool í dag, í 2-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 27.9.2025 13:32
Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, eftir 3-1 tap gegn Brighton á heimavelli í dag. Enski boltinn 27.9.2025 13:32
Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Igor Thiago skoraði tvö mörk fyrir Brentford þegar liðið vann Manchester United, 3-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Caoimhín Kelleher varði vítaspyrnu frá Bruno Fernandes í stöðunni 2-1. Enski boltinn 27.9.2025 11:00
Rúnar gerir nýjan samning við Fram Þjálfarinn Rúnar Kristinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram. Íslenski boltinn 27.9.2025 12:20
Nuno að taka við West Ham Allt bendir til þess að Nuno Espírito Santo verði næsti knattspyrnustjóri West Ham United. Enski boltinn 27.9.2025 12:13
„Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Ég er bara mjög spenntur sko. Að fá að spila á þessum velli er mjög spennandi. Ég held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið einhvern tímann. Það er bara tækifæri að fá að spila á þessum velli,“ segir Arnþór Ari Atlason fyrirliði HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15. Íslenski boltinn 27.9.2025 10:30
Potter rekinn frá West Ham West Ham United hefur sagt knattspyrnustjóranum Graham Potter upp störfum. Hann er annar stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem missir starfið sitt á þessu tímabili. Enski boltinn 27.9.2025 09:57
„Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ „Ég er spenntur og það var gaman að koma hingað í fyrra og við erum bara spenntir að koma aftur,“ segir Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur fyrir úrslitaleikinn gegn HK á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15. Sæti í Bestu-deildinni er undir. Íslenski boltinn 27.9.2025 09:32
Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjö leikmenn sem spiluðu landsleik fyrir Malasíu gegn Víetnam í sumar hafa verið dæmdir í eins árs langt bann frá allri fótboltaiðkun eftir að hafa fundist sekir um skjalafals. Fótbolti 27.9.2025 09:02
Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Gríðarmikilvægur leikur í fallbaráttu Bestu deildar karla fer fram í dag þegar ÍA tekur á móti KR. Íslenski boltinn 27.9.2025 08:01
Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Víkingur Ólafsvík vann 2-0 gegn Tindastóli í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli um Fótbolta.net bikarinn. Bæði mörkin voru skoruð eftir aukaspyrnu en hið fyrra var einkar glæsilegt. Fótbolti 26.9.2025 21:22
Kane skoraði hundrað mörk á methraða Harry Kane skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Bayern Munchen gegn Werder Bremen. Hann hefur nú skorað hundrað mörk fyrir félagið og gerði það á methraða. Fótbolti 26.9.2025 20:26
Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Hugo Ekitike fékk frekar furðulegt rautt spjald í vikunni, fyrir að rífa sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmark gegn Southampton, en slapp með tiltal og enga sekt frá þjálfara Liverpool. Enski boltinn 26.9.2025 19:31
„Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ „Við fórum nokkuð hátt eftir sigurinn á Njarðvík en ég held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið og komnir niður á jörðina aftur,“ segir Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur fyrir úrslitaleikinn gegn HK á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:15. Íslenski boltinn 26.9.2025 18:32