Innlent

Að­dragandinn að endinum hjá ríkislög­reglu­stjóra

Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær.

Innlent

Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn sams­konar flug­vél

Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum.

Innlent

Hvatningar­verð­laun gegn ein­elti af­hent á Laugar­vatni

Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun.

Innlent

Tekist á um af­greiðslu velferðarnefndar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Innlent

Þörf á endur­skoðun meðferðarheimila fyrir börn

Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar.

Innlent

Dóms­málaráðherra verði að segja satt og rétt frá

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar.

Innlent

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálf­stæðis­flokknum í Reykja­vík

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Mælist nú ekki með eins já­kvætt við­horf til kven­leið­toga

Ísland mælist með 86 stig á mælikvarða sem kortleggur viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastöðum og lækkar um eitt stig milli ára. Ísland er áfram efst á lista en viðhorf til kvenleiðtoga virðist hafa versnað í mörgum stærstu ríkjum heims á síðustu árum, sérstaklega meðal yngra fólks.

Innlent

Arn­dís Soffía tekur við af Grími

Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið.

Innlent

Far­sæll ferill eða í meira lagi um­deildur?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli.

Innlent

Skyggnst inn í Hegningar­húsið

Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um.

Innlent

Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum

Í dag eru tvö ár liðin frá því að rýma þurfti heilt bæjarfélag með hraði vegna kraftmikilla jarðskjálfta en í hönd fór atburðarás sem hafði í för með sér 9 eldgos og gríðarlega óvissu fyrir samfélagið í Grindavík. Bæjarstjórinn segir þetta tilfinningaríkan dag í huga bæjarbúa.

Innlent

Heldur fullum launum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum.

Innlent

Flestum þykir Guð­rún og Sig­mundur hafa staðið sig illa

Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu.

Innlent

Sig­ríður Björk segir af sér

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið.

Innlent

Ó­sam­mála lækni og greiðir fyrir að­gerðina sjálfur

Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur.

Innlent

Bein út­sending: Heims­þing kven­leið­toga – fyrri dagur

Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga.

Innlent

Rússar nýta sam­særis­kenningar til að rétt­læta inn­rásina í Úkraínu

Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki.

Innlent

Ekki lengur von­laust til­felli sem enginn hefur trú á

Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. 

Innlent

Öll gögn á ensku annars ó­gildist krafan

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu.

Innlent

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent