Hafa slitið stjórnarviðræðunum Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 17:41 Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira