Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 15:30 Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hafi sótt á Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum eru sigurlíkur hennar umtalsvert meiri en Trump. Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Sé horft til síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum eru ákveðin ríki sem flokka má sem svokölluð sveifluríki (Swing states) þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli kosninga. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía, New Hampshire, Flórída, Norður-Karólina, Ohio, Iowa og Nevada.Sigurlíkurnar samkvæmt tölfræðilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight.Trump hefur sigið fram úr Clinton í ríkjum á borð við Flórída, Ohio, Iowa og Norður-Karólínu þar sem alls 68 kjörmenn eru í boði. Þessi ríki eru í lykilhlutverki fyrir Trump en hann þarf að vinna sigur í þeim öllum til að eiga möguleika á að vinna Clinton. Clinton og helstu samstarfsmenn virðast þó ekki hafa haft miklar áhyggjur af þessari þróun enda er langt síðan framboð hennar kom auga á sex sveifluríki sem tryggja munu Clinton sigur takist henni að vinna þar. Í öllum þessum sex ríkjum hefur Clinton haft mikla og góða forystu lengst af.Hvaða ríki eru þetta og af hverju eru þau kölluð eldveggur?Michigan - 16 kjörmennVirginía - 13 kjörmennWisconsin - 10 kjörmennColorado - 9 kjörmennPennsylvanía - 20 kjörmennNew Hampshire - 4 kjörmenn Eldveggur er hugtak úr tölvuheiminum og á við hugbúnað sem ver tölvur fyrir utanaðkomandi árásum. Ekkert á að geta komist í gegnum vegginn og þannig er hugtakið nýtt í tengslum við kosningarnar í Bandaríkjunum. Clinton og starfsmenn hennar telja að sama hvað Trump geri geti hann ekki unnið eitt af þessum sex ríkjum á sitt band. Sé miðað við þau ríki sem yfirleitt kjósa frambjóðendur Demókrata nægir Clinton að vinna sigur í þessum sex ríkjum til þess að komast yfir þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Takist það skiptir engu máli þó að Trump vinni sigur í öðrum sveifluríkjum, honum tekst ekki að ná 270 kjörmönnum.Úrslit kosninganna sigri Clinton í hefðbundnum Demókrataríkjum auk lykilríkjanna sex en tapi öðrum sveifluríkjumTöluvert er síðan framboð Clinton hætti að eyða miklu púðri í auglýsingar í þessum ríkjum sem er öruggt merki um að framboðið telji að úrslitin þar séu ráðin. Sumir telja að þetta hafi verið misráðið hjá framboðinu enda hafi framboð Trump eytt miklu í auglýsingar í þessum ríkjum til þess að reyna að komast inn fyrir eldvegg Clinton. Ætli Trump sér sigur þarf hann að næla sér í að minnsta kosti ellefu kjörmenn innan við eldvegg Clinton. Trump hefur sótt á, helst í New Hampshire sem er þó aðeins með fjóra kjörmenn. Bilið hefur einnig minnkað í öðrum ríkjum ogt ljóst er að Clinton og framboð hennar líta þessa þróun alvarlegri augum nú en fyrir nokkrum vikum. Clinton og eiginmaður hennar Bill, ásamt Barack Obama og öðrum þungavigtarmönnum innan Demókrataflokksins stefna á að koma við í þessum ríkjum á lokasprettinum. Kosið verður aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Spennan er mikil þó að Clinton þyki sigurstranglegri. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Litríku dragtirnar hennar Hillary Clinton Forsetakosningar Bandaríkjana eru á morgun og þá er mikilvægt að kíkja yfir dragtirnar sem Clinton hefur boðið upp á í framboðinu. 7. nóvember 2016 14:30 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hafi sótt á Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum eru sigurlíkur hennar umtalsvert meiri en Trump. Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Sé horft til síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum eru ákveðin ríki sem flokka má sem svokölluð sveifluríki (Swing states) þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli kosninga. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía, New Hampshire, Flórída, Norður-Karólina, Ohio, Iowa og Nevada.Sigurlíkurnar samkvæmt tölfræðilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight.Trump hefur sigið fram úr Clinton í ríkjum á borð við Flórída, Ohio, Iowa og Norður-Karólínu þar sem alls 68 kjörmenn eru í boði. Þessi ríki eru í lykilhlutverki fyrir Trump en hann þarf að vinna sigur í þeim öllum til að eiga möguleika á að vinna Clinton. Clinton og helstu samstarfsmenn virðast þó ekki hafa haft miklar áhyggjur af þessari þróun enda er langt síðan framboð hennar kom auga á sex sveifluríki sem tryggja munu Clinton sigur takist henni að vinna þar. Í öllum þessum sex ríkjum hefur Clinton haft mikla og góða forystu lengst af.Hvaða ríki eru þetta og af hverju eru þau kölluð eldveggur?Michigan - 16 kjörmennVirginía - 13 kjörmennWisconsin - 10 kjörmennColorado - 9 kjörmennPennsylvanía - 20 kjörmennNew Hampshire - 4 kjörmenn Eldveggur er hugtak úr tölvuheiminum og á við hugbúnað sem ver tölvur fyrir utanaðkomandi árásum. Ekkert á að geta komist í gegnum vegginn og þannig er hugtakið nýtt í tengslum við kosningarnar í Bandaríkjunum. Clinton og starfsmenn hennar telja að sama hvað Trump geri geti hann ekki unnið eitt af þessum sex ríkjum á sitt band. Sé miðað við þau ríki sem yfirleitt kjósa frambjóðendur Demókrata nægir Clinton að vinna sigur í þessum sex ríkjum til þess að komast yfir þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Takist það skiptir engu máli þó að Trump vinni sigur í öðrum sveifluríkjum, honum tekst ekki að ná 270 kjörmönnum.Úrslit kosninganna sigri Clinton í hefðbundnum Demókrataríkjum auk lykilríkjanna sex en tapi öðrum sveifluríkjumTöluvert er síðan framboð Clinton hætti að eyða miklu púðri í auglýsingar í þessum ríkjum sem er öruggt merki um að framboðið telji að úrslitin þar séu ráðin. Sumir telja að þetta hafi verið misráðið hjá framboðinu enda hafi framboð Trump eytt miklu í auglýsingar í þessum ríkjum til þess að reyna að komast inn fyrir eldvegg Clinton. Ætli Trump sér sigur þarf hann að næla sér í að minnsta kosti ellefu kjörmenn innan við eldvegg Clinton. Trump hefur sótt á, helst í New Hampshire sem er þó aðeins með fjóra kjörmenn. Bilið hefur einnig minnkað í öðrum ríkjum ogt ljóst er að Clinton og framboð hennar líta þessa þróun alvarlegri augum nú en fyrir nokkrum vikum. Clinton og eiginmaður hennar Bill, ásamt Barack Obama og öðrum þungavigtarmönnum innan Demókrataflokksins stefna á að koma við í þessum ríkjum á lokasprettinum. Kosið verður aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Spennan er mikil þó að Clinton þyki sigurstranglegri.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Litríku dragtirnar hennar Hillary Clinton Forsetakosningar Bandaríkjana eru á morgun og þá er mikilvægt að kíkja yfir dragtirnar sem Clinton hefur boðið upp á í framboðinu. 7. nóvember 2016 14:30 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Litríku dragtirnar hennar Hillary Clinton Forsetakosningar Bandaríkjana eru á morgun og þá er mikilvægt að kíkja yfir dragtirnar sem Clinton hefur boðið upp á í framboðinu. 7. nóvember 2016 14:30
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00