NBA: Söguleg sýning hjá LeBron og Kyrie sá til þess að Cleveland er á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 03:59 LeBron James og Kyrie Irving fagna körfu í nótt. Vísir/Getty LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum. NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum.
NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira