Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 86-92 | Endurkomusigur Njarðvíkur Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 22. janúar 2016 20:45 Haukur Helgi var algjörlega frábær fyrir Njarðvík í kvöld. Vísir/anton brink Njarðvíkingar unnu seiglusigur í Tm-höllinni í Keflavík þegar þessir nágrannar mættust í sannkölluðum risaslag. Þetta var lokaleikur 15 umferðar Domino´s - deild karla. Það var mikil eftirvænting fyrir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í kvöld og var stúkan nánast full hálftíma fyrir leik. Sigurvegarinn í leiknum hafði monntréttinn í Reykjanesbæ. Hjá Keflvíkingum var toppsætið í húfi því með sigri væru þeir þar einir. Njarðvíkingar þurftu á sigri að halda til þess að sýna að þeim væri alvara í Domino´s deildinni Keflvíkingar byrjuðu leikinn að krafti en Njrðvíkingar svöruðu fljótt og höfðu yfirhöndina nánast allan fjórðunginn. Njarðvíkingar spiluðu góða vörn með Loga Gunnarsson fremstan í flokki en Haukur Helgi var potturinn og pannan í sóknarleik Njarðvíkinga. Njarðvíkingar voru að spila mjög góða vörn og áttu Keflvíkingar oft á tíðum í erfiðleikum að finna leið að körfunni. Njarðvíkingar voru með þrjú til sex stiga forskot en þeir slökuðu eitthvað á undir lokin á fjórðungnum og Keflvíkingar náðu að saxa forskotið niður í tvö stig þegar leikhlutanum lauk, 21 - 23. Annar leikhluti var nánast eins og sá fyrsti, Njarðvíkingar skrefi á undan. Baráttan jóks í öðrum leikhluta og voru menn aðeins byrjaðir að ýta í mann og annan. Njarðvíkingar héldu áfram að spila fasta vörn og komust Keflvíkingar lítið áfram í upphafi. Ágúst Orrason náði að sópa til sín nokkrum mikilvægum fráköstum og við það jókst hraðinn. Keflvíkingar náðu að keyra á Njaðrvíkinga undir lok fjórðungsins og settu tíu stig á mót tveimur hjá Njarðvíkingum. Keflvíkingar fóru inn í búningsherbergi fjórum stigum yfir, 43 - 39. í fyrri hálfleik voru Reggie Dupree allt í öllu í sóknaleik Keflvíkinga hjá Njarðvíkingum var Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson bestir með 10 stig hvor að auki var Haukur með 10 fráköst. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn að krafti og náðu að keyra upp hraðann, sem annars góðir Njaðrvíkingar náðu að halda niðri í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu að stoppa sóknir Njarðvíkinga og setja niður frekar auðveldar körfur. Um miðjan þriðja leikhluta voru Keflvíkingar komnir með 15 stiga forskot. Allt virtist stefna í sigur Keflvíkinga en þeir grænklæddu voru á öðru máli. Njarðvíkingar náðu að minnka munin niður í níu stig fyrir loka leikfjórðunginn. Leikmenn Njarðvíkur komu vel stemdir inn á völlinn í fjórða leikhluta. Á nokkrum mínútum voru þeir búnir að minnka munin og þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum jafna Njarðvíkingar leikinn. Á þessum kafla áttu Njarðvíkingar nokkur stór skot sem rötuðu ofaní körfu Keflvíkinga. Keflvíkingar áttu fá svör við þessu áhlaupi Njarðvíkinga og urðu að játa sig sigraða 86 - 92. Bestir í liði heimamanna voru Reggie Dupree með 22 stig og Earl Brown með 19 stig en sá síðar nefndi hefur oft spilað betur. Einnig ber að nefna Magnús Már Traustason en hann átti fínan leik. Í liði gestana voru þeir Haukur Helgi Pálsson, með 24 stig, og Logi Gunnarsson, sem skoraði 17 stig, bestir. Bandaríkjamaðurinn í liði Njarðvíkinga átti ágæta kafla sérstaklega í seinni hálfleik.Keflavík-Njarðvík 86-92 (21-23, 22-16, 27-22, 16-31)Keflavík: Reggie Dupree 22/4 fráköst, Earl Brown Jr. 19/13 fráköst, Magnús Már Traustason 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 10/8 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Davíð Páll Hermannsson 7/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/8 fráköst.Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Jeremy Martez Atkinson 18/10 fráköst, Logi Gunnarsson 17, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 2.Magnús Már: Undir lokin fór þetta í eitthvað rugl hjá okkur „Þeir voru að hitta úr stóru skotum því fór sem fór. Við hættum að spila vörn, við erum komnir 15 stigum yfir og svo hættum við bara. Ég veit ekki hvað fór úrskeðis hjá okkur,” sagði Magnús Már Traustason sem mætti sýnum gömlu félögum í kvöld og var hann frekar daufur eftir leikinn „Við verðum að laga vörnina hjá okkur. Sóknin var að ganga vel á köflum framan af en undir lokin þá fór þetta í eitthvað rugl hjá okkur” sagði Magnús Már eftir tapið í kvöld.Friðrik Ingi: Ánægður með hjartað sem sprakk út í fjórða leikhluta „Það hefði verið auðveldara að leggjast niður og gefast upp en við gerðum það ekki. Við gáfumst ekki upp og fyrir það er stoltur og ánægður með mína drengi,” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson stoltur og ánægður eftir leikinn „Við erum á réttri leið og getum orðið enn betri, það voru andartök í leiknum sem ég sá að við eigum eftir að koma öllum á sömu blaðsíðuna. Hjartað var á réttum stað hjá okkur undir lokin og fyrir það er ég glaður” „Bandaríkjamaðurinn hjá okkur er ekki í mikilli leikæfingu en hann er búinn að vera hérna áður og þekkir allt. Við eigum eftir að finna hann betur en það sást á köflum að hann var eingöngu búinn að mæta á tvær æfingar hjá okkur,” sagði Friðrik Ingi hress að vanda eftir leikinn.Haukur Helgi: Karakter sigur hjá okkur „Þetta var erfitt, mikil vinna lögð í leikinn og flottur karakter sigur hjá okkur. Mér fannst við svolítið daufir og orkulausir. Frikki tók leiklé og lét okkur heyra það. Eftir það rifum við okkur í gang,” sagði Haukur Helgi Pálson var sáttur með sinn fyrsta nágranna slag á milli Keflavíkur og Njarðvíkur „Við náðum nokkrum stoppum í röð og við fengum áhorfendurnir með okkur, við setjum svo eitt, tvö skot það þurfti ekki meira þá vorum við komnir á skrið. Skemmtilegt að upplifa svona rimmu í fyrsta skiptið og með alla þessa áhorfendur var geðveikt,“ sagði Haukur Helgi kampa kátur að lokum.Sigurður: Menn misstu hausinn í tvær mínútur „Þetta var hörkuleikur en við hefðum átt að vera búnir að loka þessum leik mun fyrr. Ég veit ekki hvað fer úrskeiðis og ég verð bara að skoða það. Það komu kaflar þar sem við spiluðum eins og við viljum þá vorum við áberandi betra lið fannst mér en það dugði ekki í kvöld,“ sagði Sigurður við Vísi. „Við vorum komnir með 15 stiga forskot og að spila vel svo missa menn hausinn í tvær mínútur og fengum á okkur nokkrar þriggja í röð. Þá fórum við að gera eitthvað sem við erum ekki vanir að gera en gerðum í dag. Við missum boltann og þetta var ekki alveg eins og við vildum,” sagði Sigurður Ingimundarson eftir tap sinna manna í kvöld.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Njarðvíkingar unnu seiglusigur í Tm-höllinni í Keflavík þegar þessir nágrannar mættust í sannkölluðum risaslag. Þetta var lokaleikur 15 umferðar Domino´s - deild karla. Það var mikil eftirvænting fyrir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í kvöld og var stúkan nánast full hálftíma fyrir leik. Sigurvegarinn í leiknum hafði monntréttinn í Reykjanesbæ. Hjá Keflvíkingum var toppsætið í húfi því með sigri væru þeir þar einir. Njarðvíkingar þurftu á sigri að halda til þess að sýna að þeim væri alvara í Domino´s deildinni Keflvíkingar byrjuðu leikinn að krafti en Njrðvíkingar svöruðu fljótt og höfðu yfirhöndina nánast allan fjórðunginn. Njarðvíkingar spiluðu góða vörn með Loga Gunnarsson fremstan í flokki en Haukur Helgi var potturinn og pannan í sóknarleik Njarðvíkinga. Njarðvíkingar voru að spila mjög góða vörn og áttu Keflvíkingar oft á tíðum í erfiðleikum að finna leið að körfunni. Njarðvíkingar voru með þrjú til sex stiga forskot en þeir slökuðu eitthvað á undir lokin á fjórðungnum og Keflvíkingar náðu að saxa forskotið niður í tvö stig þegar leikhlutanum lauk, 21 - 23. Annar leikhluti var nánast eins og sá fyrsti, Njarðvíkingar skrefi á undan. Baráttan jóks í öðrum leikhluta og voru menn aðeins byrjaðir að ýta í mann og annan. Njarðvíkingar héldu áfram að spila fasta vörn og komust Keflvíkingar lítið áfram í upphafi. Ágúst Orrason náði að sópa til sín nokkrum mikilvægum fráköstum og við það jókst hraðinn. Keflvíkingar náðu að keyra á Njaðrvíkinga undir lok fjórðungsins og settu tíu stig á mót tveimur hjá Njarðvíkingum. Keflvíkingar fóru inn í búningsherbergi fjórum stigum yfir, 43 - 39. í fyrri hálfleik voru Reggie Dupree allt í öllu í sóknaleik Keflvíkinga hjá Njarðvíkingum var Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson bestir með 10 stig hvor að auki var Haukur með 10 fráköst. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn að krafti og náðu að keyra upp hraðann, sem annars góðir Njaðrvíkingar náðu að halda niðri í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu að stoppa sóknir Njarðvíkinga og setja niður frekar auðveldar körfur. Um miðjan þriðja leikhluta voru Keflvíkingar komnir með 15 stiga forskot. Allt virtist stefna í sigur Keflvíkinga en þeir grænklæddu voru á öðru máli. Njarðvíkingar náðu að minnka munin niður í níu stig fyrir loka leikfjórðunginn. Leikmenn Njarðvíkur komu vel stemdir inn á völlinn í fjórða leikhluta. Á nokkrum mínútum voru þeir búnir að minnka munin og þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum jafna Njarðvíkingar leikinn. Á þessum kafla áttu Njarðvíkingar nokkur stór skot sem rötuðu ofaní körfu Keflvíkinga. Keflvíkingar áttu fá svör við þessu áhlaupi Njarðvíkinga og urðu að játa sig sigraða 86 - 92. Bestir í liði heimamanna voru Reggie Dupree með 22 stig og Earl Brown með 19 stig en sá síðar nefndi hefur oft spilað betur. Einnig ber að nefna Magnús Már Traustason en hann átti fínan leik. Í liði gestana voru þeir Haukur Helgi Pálsson, með 24 stig, og Logi Gunnarsson, sem skoraði 17 stig, bestir. Bandaríkjamaðurinn í liði Njarðvíkinga átti ágæta kafla sérstaklega í seinni hálfleik.Keflavík-Njarðvík 86-92 (21-23, 22-16, 27-22, 16-31)Keflavík: Reggie Dupree 22/4 fráköst, Earl Brown Jr. 19/13 fráköst, Magnús Már Traustason 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 10/8 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Davíð Páll Hermannsson 7/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/8 fráköst.Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Jeremy Martez Atkinson 18/10 fráköst, Logi Gunnarsson 17, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 2.Magnús Már: Undir lokin fór þetta í eitthvað rugl hjá okkur „Þeir voru að hitta úr stóru skotum því fór sem fór. Við hættum að spila vörn, við erum komnir 15 stigum yfir og svo hættum við bara. Ég veit ekki hvað fór úrskeðis hjá okkur,” sagði Magnús Már Traustason sem mætti sýnum gömlu félögum í kvöld og var hann frekar daufur eftir leikinn „Við verðum að laga vörnina hjá okkur. Sóknin var að ganga vel á köflum framan af en undir lokin þá fór þetta í eitthvað rugl hjá okkur” sagði Magnús Már eftir tapið í kvöld.Friðrik Ingi: Ánægður með hjartað sem sprakk út í fjórða leikhluta „Það hefði verið auðveldara að leggjast niður og gefast upp en við gerðum það ekki. Við gáfumst ekki upp og fyrir það er stoltur og ánægður með mína drengi,” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson stoltur og ánægður eftir leikinn „Við erum á réttri leið og getum orðið enn betri, það voru andartök í leiknum sem ég sá að við eigum eftir að koma öllum á sömu blaðsíðuna. Hjartað var á réttum stað hjá okkur undir lokin og fyrir það er ég glaður” „Bandaríkjamaðurinn hjá okkur er ekki í mikilli leikæfingu en hann er búinn að vera hérna áður og þekkir allt. Við eigum eftir að finna hann betur en það sást á köflum að hann var eingöngu búinn að mæta á tvær æfingar hjá okkur,” sagði Friðrik Ingi hress að vanda eftir leikinn.Haukur Helgi: Karakter sigur hjá okkur „Þetta var erfitt, mikil vinna lögð í leikinn og flottur karakter sigur hjá okkur. Mér fannst við svolítið daufir og orkulausir. Frikki tók leiklé og lét okkur heyra það. Eftir það rifum við okkur í gang,” sagði Haukur Helgi Pálson var sáttur með sinn fyrsta nágranna slag á milli Keflavíkur og Njarðvíkur „Við náðum nokkrum stoppum í röð og við fengum áhorfendurnir með okkur, við setjum svo eitt, tvö skot það þurfti ekki meira þá vorum við komnir á skrið. Skemmtilegt að upplifa svona rimmu í fyrsta skiptið og með alla þessa áhorfendur var geðveikt,“ sagði Haukur Helgi kampa kátur að lokum.Sigurður: Menn misstu hausinn í tvær mínútur „Þetta var hörkuleikur en við hefðum átt að vera búnir að loka þessum leik mun fyrr. Ég veit ekki hvað fer úrskeiðis og ég verð bara að skoða það. Það komu kaflar þar sem við spiluðum eins og við viljum þá vorum við áberandi betra lið fannst mér en það dugði ekki í kvöld,“ sagði Sigurður við Vísi. „Við vorum komnir með 15 stiga forskot og að spila vel svo missa menn hausinn í tvær mínútur og fengum á okkur nokkrar þriggja í röð. Þá fórum við að gera eitthvað sem við erum ekki vanir að gera en gerðum í dag. Við missum boltann og þetta var ekki alveg eins og við vildum,” sagði Sigurður Ingimundarson eftir tap sinna manna í kvöld.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira