Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Keflavík 87-95 | Keflavík aftur á sigurbraut með seiglusigri Kristinn Páll Teitsson í Hertz-hellinum skrifar 10. desember 2015 21:15 Keflavík komst aftur á sigurbraut með sannkölluðum seiglusigri á ÍR í Dominos-deild karla. Eftir að hafa verið undir bróðurpart leiksins tókst Keflvíkingum að gera út um leikinn í fjórða leikhluta og vinna 95-87 sigur. ÍR-ingar leiddu fyrstu þrjá leikhluta leiksins en slakur sóknarleikur liðsins í fjórða leikhluta gerði útslagið og sigldu Keflvíkingar sigrinum heim. Keflavík var enn á toppi Dominos-deildarinnar en liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins, þeim seinni í óvæntum tapi gegn nýliðum FSu í Keflavík á dögunum. Batamerki hafa verið á spilamennsku ÍR-inga undanfarnar vikur en ÍR var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að hafa skipt um þjálfara á dögunum. ÍR-ingar mættu einfaldlega mun grimmari til leiks í fyrsta leikhluta, sóttu mikið inn að körfunni og náðu tólf stiga forskoti strax á upphafsmínútum leiksins. Komu flest stig liðsins úr einföldum skotum úr teignum og áttu Keflvíkingar fá svör á upphafsmínútunum. Eftir því sem leið á leikhlutann fóru ÍR-ingar að leita meira í stökkskotin með litlum árangri og nýttu Keflvíkingar sér það til að saxa á forskotið niður í fimm stig fyrir lok fyrsta leikhluta, 24-19. ÍR-ingar héldu áfram að reyna að skjóta í upphafi annars leikhluta en liðið klúðraði fimm þriggja stiga tilraunum í röð þrátt fyrir að skotin væru oft galopin og nýttu Keflvíkingar þann kafla til þess að ná forskotinu um miðbik annars leikhluta. Við það fóru ÍR-ingar aftur að sækja inn að körfunni í auknum mæli og náðu forskotinu aftur fyrir lok fyrsta leikhluta í stöðunni 43-41. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en líkt og í fyrstu tveimur leikhlutunum voru ÍR-ingar yfirleitt skrefinu á undan. Keflvíkingum tókst hinsvegar að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lok leikhlutans í stöðunni 68-67 fyrir ÍR. Það virtist vera einhver taugatitringur í leikmönnum ÍR í fjórða leikhluta en þeir misstu Keflavík þegar mest var átta stigum fram úr sér tveimur mínútum fyrir lok leiksins eftir að hafa leitt leikinn lengst af. ÍR-ingum tókst þó að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í 4 stig mínútu fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki. Skotin duttu ekki fyrir ÍR-inga á lokamínútunni og sigldu Keflvíkingar sigrinum heim á lokametrunum. Jonathan Mitchell var atkvæðamestur í liði ÍR með 24 stig ásamt því að taka 11 fráköst en Oddur Rúnar Kristjánsson bætti við 23 stigum. Í liði Keflavíkur var það Earl Brown sem var stigahæstur með 27 stig en næstur kom Valur Orri Valsson með 24 stig.Sigurður messar yfir sínum mönnum í leiknum í kvöldVísir/VilhelmSigurður: Ánægður með það hvernig menn komu inn af bekknum „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu. ÍR-ingar spiluðu frábærlega í byrjun, bæði í vörn og sókn og við þurftum að leita vel til þess að finna lausnir til að stoppa þá,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, léttur að leikslokum. „Það gekk ágætlega, ég er ánægður með hvernig menn komu inn af bekknum og smátt og smátt varð spilamennskan okkar betri og við unnum að lokum frábæran sigur á góðu liði ÍR.“ Eftir tvo tapleiki í röð er Keflavík komið aftur á sigurbraut en lærisveinar Sigurðar byrjuðu leikinn ekki nægilega vel. „Við vorum ekkert að hugsa út í þessa tvo tapleiki, við hugsum bara alltaf út í næsta leik. Við höfum byrjað áður svona illa en það sem skiptir máli er að vera inn í leiknum þegar líða tekur á leikinn.“ Sigurður sá jákvæða punkta sem og neikvæða í spilamennskunni. „Það eru nokkrir jákvæðir punktar en það eru fleiri punktar sem við þurfum að vinna betur í. Við þurfum að bæta varnarleikinn og koma meiri hreyfanleika á sóknarleikinn,“ sagði Sigurður sem sagðist vera orðinn vanur því að andstæðingarnir reyndu að keyra inn að körfunni. „Við erum náttúrulega með lítið lið inná og með tvo leikmenn sem geta verið að berjast þarna í vörninni. Earl spilaði illa í vörninni í dag en Davíð barðist vel.“Borce var snyrtilegur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/VilhelmBorce: Átti von á því að spilamennskan yrði sveiflukennd „Það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum og þetta svíður þar sem við vorum yfir stærstan hluta leiksins,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, svekktur að leikslokum. „Hlutirnir fóru ekki eins og við vildum undir lokin og fyrir vikið töpuðum við þessum leik en ég vill óska Keflavík til hamingju með sigurinn.“ Þrátt fyrir tapið sá Borce jákvæða punkta á leik ÍR í kvöld en ÍR hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leik kvöldsins. „Við þurfum að vinna í ýmsu og ég átti von á því að spilamennskan yrði sveiflukennd. Við ætluðum að treysta á varnarleik liðsins í kvöld en skotin okkar voru einfaldlega ekki að detta. Við byrjuðum vel en eftir smá stund hættu skotin okkar að detta, sérstaklega eftir að Keflavík fór í svæðisvörn.“ ÍR-ingar hittu aðeins úr 15% þriggja stiga skota sinna í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa fengið nokkuð góð skot. „Við hittum vanalega úr þessum skotum og þetta hafði áhrif á sjálfstraust leikmannana fyrir seinni hálfleikinn en strákarnir mínir börðust til lokaflautsins gegn toppliði deildarinnar.“ Borce segir að lið geti ekki slakað á gegn jafn sterku liði og Keflavík. „Þeir eru með það sterkt lið að þótt þeir hafi verið í villuvandræðum með leikmenn eins og Magnús þá spila þeir vel. Þeir léku með mikið sjálfstraust undir lokin og Ágúst setti niður tvær körfur í röð sem voru gríðarlega mikilvægar.“ Næsti leikur liðsins er gegn KR en Borce segir að leikmenn ÍR fari inn í hann með hugarfarið að þeir hafi engu að tapa. „Það voru jákvæðir punktar í spilamennskunni í kvöld. Næsti leikur er erfiður leikur gegn KR og pressan er á þeim. Þeir eru að berjast um titilinn og við höfum engu að tapa. “Úr leiknum í kvöld.Vísir/VilhelmValur Orri: Eigum það til að láta slátra okkur inn í teignum „Þetta var það sem við þurftum og það var gaman að mæta gríðarlega sterku liði ÍR í dag,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og ef við mætum ekki klárir í leikina þá vinnum við ekki marga leiki. Við lékum vel seinni hlutann og höfðum þetta á því.“ Valur var ósáttur með spilamennsku liðsins á upphafsmínútunum en ÍR leiddi með tíu stigum eftir nokkrar mínútur. „Við eigum það til að gera þetta og þetta komi eitthvað af æfingum. Við mætum á skokkinu inn í leikina og það einfaldlega óásættanlegt,“ sagði Valur sem sagði Sigurð Ingimundarsson, þjálfari liðsins, hafa látið menn heyra það í leikhléi skömmu síðar. „Hann var brjálaður og lét okkur heyra það. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en við unnum þetta sem betur fer upp. Við eigum það til að láta slátra okkur inn í teig.“ Eftir að hafa verið að eltast við ÍR-inga í þrjá leikhluta tókst Keflvíkingum að ná forskotinu og halda því út leikinn í fjórða leikhluta. „Það hefur verið aðalsmerki okkar þetta tímabil að þótt að hausinn hafi aðeins farið niður komum við alltaf aftur. Á síðasta tímabili hengdum við of oft haus en við erum að gera betur í ár.“Trausti Eiríksson sækir hér inn að körfunni.Vísir/VilhelmOddur: Erum ekki vanir því að leiða leiki „Þetta var virkilega súrt, ég hélt að við værum með þetta en þetta datt ekki fyrir okkur,“ sagði Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður ÍR, svekktur í viðtali eftir leikinn. „Við vorum að spila mjög fína vörn allan leikinn en þeir eru með gott lið og náðu að klára þetta hérna í lokin.“ Oddur tók undir að reynslan hefði eflaust skipt máli undir lok leiksins. „Við erum kannski ekki vanir því að leiða leiki en vorum í því hlutverki í dag og okkur tókst ekki að klára þetta undir lokin,“ sagði Oddur sem sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Það voru klárlega jákvæðir punktar og ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Við þurfum einfaldlega að halda haus og reyna að vinna KR í næstu umferð. “Tweets by @VisirKarfa2 Stigahæstu leikmenn leiksins í kvöld, Earl Brown og Jonathan Mitchell.Vísir/Vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Keflavík komst aftur á sigurbraut með sannkölluðum seiglusigri á ÍR í Dominos-deild karla. Eftir að hafa verið undir bróðurpart leiksins tókst Keflvíkingum að gera út um leikinn í fjórða leikhluta og vinna 95-87 sigur. ÍR-ingar leiddu fyrstu þrjá leikhluta leiksins en slakur sóknarleikur liðsins í fjórða leikhluta gerði útslagið og sigldu Keflvíkingar sigrinum heim. Keflavík var enn á toppi Dominos-deildarinnar en liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins, þeim seinni í óvæntum tapi gegn nýliðum FSu í Keflavík á dögunum. Batamerki hafa verið á spilamennsku ÍR-inga undanfarnar vikur en ÍR var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að hafa skipt um þjálfara á dögunum. ÍR-ingar mættu einfaldlega mun grimmari til leiks í fyrsta leikhluta, sóttu mikið inn að körfunni og náðu tólf stiga forskoti strax á upphafsmínútum leiksins. Komu flest stig liðsins úr einföldum skotum úr teignum og áttu Keflvíkingar fá svör á upphafsmínútunum. Eftir því sem leið á leikhlutann fóru ÍR-ingar að leita meira í stökkskotin með litlum árangri og nýttu Keflvíkingar sér það til að saxa á forskotið niður í fimm stig fyrir lok fyrsta leikhluta, 24-19. ÍR-ingar héldu áfram að reyna að skjóta í upphafi annars leikhluta en liðið klúðraði fimm þriggja stiga tilraunum í röð þrátt fyrir að skotin væru oft galopin og nýttu Keflvíkingar þann kafla til þess að ná forskotinu um miðbik annars leikhluta. Við það fóru ÍR-ingar aftur að sækja inn að körfunni í auknum mæli og náðu forskotinu aftur fyrir lok fyrsta leikhluta í stöðunni 43-41. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en líkt og í fyrstu tveimur leikhlutunum voru ÍR-ingar yfirleitt skrefinu á undan. Keflvíkingum tókst hinsvegar að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lok leikhlutans í stöðunni 68-67 fyrir ÍR. Það virtist vera einhver taugatitringur í leikmönnum ÍR í fjórða leikhluta en þeir misstu Keflavík þegar mest var átta stigum fram úr sér tveimur mínútum fyrir lok leiksins eftir að hafa leitt leikinn lengst af. ÍR-ingum tókst þó að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í 4 stig mínútu fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki. Skotin duttu ekki fyrir ÍR-inga á lokamínútunni og sigldu Keflvíkingar sigrinum heim á lokametrunum. Jonathan Mitchell var atkvæðamestur í liði ÍR með 24 stig ásamt því að taka 11 fráköst en Oddur Rúnar Kristjánsson bætti við 23 stigum. Í liði Keflavíkur var það Earl Brown sem var stigahæstur með 27 stig en næstur kom Valur Orri Valsson með 24 stig.Sigurður messar yfir sínum mönnum í leiknum í kvöldVísir/VilhelmSigurður: Ánægður með það hvernig menn komu inn af bekknum „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu. ÍR-ingar spiluðu frábærlega í byrjun, bæði í vörn og sókn og við þurftum að leita vel til þess að finna lausnir til að stoppa þá,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, léttur að leikslokum. „Það gekk ágætlega, ég er ánægður með hvernig menn komu inn af bekknum og smátt og smátt varð spilamennskan okkar betri og við unnum að lokum frábæran sigur á góðu liði ÍR.“ Eftir tvo tapleiki í röð er Keflavík komið aftur á sigurbraut en lærisveinar Sigurðar byrjuðu leikinn ekki nægilega vel. „Við vorum ekkert að hugsa út í þessa tvo tapleiki, við hugsum bara alltaf út í næsta leik. Við höfum byrjað áður svona illa en það sem skiptir máli er að vera inn í leiknum þegar líða tekur á leikinn.“ Sigurður sá jákvæða punkta sem og neikvæða í spilamennskunni. „Það eru nokkrir jákvæðir punktar en það eru fleiri punktar sem við þurfum að vinna betur í. Við þurfum að bæta varnarleikinn og koma meiri hreyfanleika á sóknarleikinn,“ sagði Sigurður sem sagðist vera orðinn vanur því að andstæðingarnir reyndu að keyra inn að körfunni. „Við erum náttúrulega með lítið lið inná og með tvo leikmenn sem geta verið að berjast þarna í vörninni. Earl spilaði illa í vörninni í dag en Davíð barðist vel.“Borce var snyrtilegur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/VilhelmBorce: Átti von á því að spilamennskan yrði sveiflukennd „Það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum og þetta svíður þar sem við vorum yfir stærstan hluta leiksins,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, svekktur að leikslokum. „Hlutirnir fóru ekki eins og við vildum undir lokin og fyrir vikið töpuðum við þessum leik en ég vill óska Keflavík til hamingju með sigurinn.“ Þrátt fyrir tapið sá Borce jákvæða punkta á leik ÍR í kvöld en ÍR hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leik kvöldsins. „Við þurfum að vinna í ýmsu og ég átti von á því að spilamennskan yrði sveiflukennd. Við ætluðum að treysta á varnarleik liðsins í kvöld en skotin okkar voru einfaldlega ekki að detta. Við byrjuðum vel en eftir smá stund hættu skotin okkar að detta, sérstaklega eftir að Keflavík fór í svæðisvörn.“ ÍR-ingar hittu aðeins úr 15% þriggja stiga skota sinna í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa fengið nokkuð góð skot. „Við hittum vanalega úr þessum skotum og þetta hafði áhrif á sjálfstraust leikmannana fyrir seinni hálfleikinn en strákarnir mínir börðust til lokaflautsins gegn toppliði deildarinnar.“ Borce segir að lið geti ekki slakað á gegn jafn sterku liði og Keflavík. „Þeir eru með það sterkt lið að þótt þeir hafi verið í villuvandræðum með leikmenn eins og Magnús þá spila þeir vel. Þeir léku með mikið sjálfstraust undir lokin og Ágúst setti niður tvær körfur í röð sem voru gríðarlega mikilvægar.“ Næsti leikur liðsins er gegn KR en Borce segir að leikmenn ÍR fari inn í hann með hugarfarið að þeir hafi engu að tapa. „Það voru jákvæðir punktar í spilamennskunni í kvöld. Næsti leikur er erfiður leikur gegn KR og pressan er á þeim. Þeir eru að berjast um titilinn og við höfum engu að tapa. “Úr leiknum í kvöld.Vísir/VilhelmValur Orri: Eigum það til að láta slátra okkur inn í teignum „Þetta var það sem við þurftum og það var gaman að mæta gríðarlega sterku liði ÍR í dag,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og ef við mætum ekki klárir í leikina þá vinnum við ekki marga leiki. Við lékum vel seinni hlutann og höfðum þetta á því.“ Valur var ósáttur með spilamennsku liðsins á upphafsmínútunum en ÍR leiddi með tíu stigum eftir nokkrar mínútur. „Við eigum það til að gera þetta og þetta komi eitthvað af æfingum. Við mætum á skokkinu inn í leikina og það einfaldlega óásættanlegt,“ sagði Valur sem sagði Sigurð Ingimundarsson, þjálfari liðsins, hafa látið menn heyra það í leikhléi skömmu síðar. „Hann var brjálaður og lét okkur heyra það. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en við unnum þetta sem betur fer upp. Við eigum það til að láta slátra okkur inn í teig.“ Eftir að hafa verið að eltast við ÍR-inga í þrjá leikhluta tókst Keflvíkingum að ná forskotinu og halda því út leikinn í fjórða leikhluta. „Það hefur verið aðalsmerki okkar þetta tímabil að þótt að hausinn hafi aðeins farið niður komum við alltaf aftur. Á síðasta tímabili hengdum við of oft haus en við erum að gera betur í ár.“Trausti Eiríksson sækir hér inn að körfunni.Vísir/VilhelmOddur: Erum ekki vanir því að leiða leiki „Þetta var virkilega súrt, ég hélt að við værum með þetta en þetta datt ekki fyrir okkur,“ sagði Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður ÍR, svekktur í viðtali eftir leikinn. „Við vorum að spila mjög fína vörn allan leikinn en þeir eru með gott lið og náðu að klára þetta hérna í lokin.“ Oddur tók undir að reynslan hefði eflaust skipt máli undir lok leiksins. „Við erum kannski ekki vanir því að leiða leiki en vorum í því hlutverki í dag og okkur tókst ekki að klára þetta undir lokin,“ sagði Oddur sem sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Það voru klárlega jákvæðir punktar og ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Við þurfum einfaldlega að halda haus og reyna að vinna KR í næstu umferð. “Tweets by @VisirKarfa2 Stigahæstu leikmenn leiksins í kvöld, Earl Brown og Jonathan Mitchell.Vísir/Vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira