Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:00 Framtíð erlendra leikmanna í Domino's-deild karla verður til umræðu á ársþingi KKÍ. Nú gæti Könum fjölgað í deildinni. Vísir/Davíð Þór Guðlaugsson Enn eina ferðina verða útlendingamálin í körfuboltanum til umræðu á ársþingi KKÍ sem hefst í dag með nefndavinnu. Þrjú lið leggja fram tillögur sem myndu fjölga erlendum leikmönnum í deildinni, en undanfarin tvö ár hefur verið notast við 4+1-regluna. Hún felur í sér að aðeins megi einn leikmaður sem ekki er íslenskur ríkisborgari vera inni á vellinum hverju sinni. Þessu vilja Höttur frá Egilsstöðum, Keflavík og KFÍ á Ísafirði breyta. Tillaga Keflavíkur og Hattar er svipuð. Í grunninn vilja liðin leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum í einu, en þannig var reglan áður en farið var í fjóra plús einn. Þá skiptir engu máli hvort leikmaðurinn sé Bandaríkjamaður eða innan FIBA Europe-landanna, svokallaður Bosman-leikmaður. Verði tillaga KFÍ samþykkt mega liðin nota einn Bandaríkjamann inn á hverju sinni og ótakmarkaðan fjölda Bosman-leikmanna.Bestu Íslendingarnir vinna „Ástæðan fyrir þessu er, eins og kemur fram í greinargerðinni, að við vildum auka gæðin aðeins í deildinni,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við erum líka í rauninni að svara kalli landsbyggðarinnar sem hefur ekki sömu möguleika og Reykjavíkur- og Suðurnesjaliðin að fá til sín íslenska leikmenn,“ segir Sævar. Hann segir það ekki öllu máli skipta hvort útlendingarnir séu einn eða tveir, það lið sem hefur bestu Íslendingana vinnur alltaf. „Sama hver reglan er vinnur liðið með bestu íslensku leikmennina og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Sjáðu bara KR-liðið síðustu tvö ár, Grindavík á undan því, Snæfell 2010 og Keflavíkurliðið 2003-2005. Þessi lið hefðu alltaf unnið sama hvort það væru einn eða tveir Kanar leyfðir,“ segir Sævar.Bosman ekki sama og Kani Sævar segist ekki vita hvort tillaga Keflvíkinga og Hattarmanna fái hljómgrunn á ársþinginu. „Við erum bara að setja þetta fram þannig að þetta verði rætt,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta sem tekist verður á um útlendingamálin í íslenska körfuboltanum. „Persónulega hallast ég að Kana plús Bosman, svona þegar horft er til laganna. Svo hafa Bosman-leikmenn ekki alveg sama gildi og bandarísku leikmennirnir. Það er auðvitað hægt að sjá kosti og galla á þessu öllu,“ segir Sævar, en hann er lögfræðingur. „Það er samt ekkert mál ef menn vilja halda þessu óbreyttu í tvö ár ef vilji er til þess. Maður vill bara fara að sjá eitthvað ákveðið og reyna að halda í það í lengri tíma,“ segir Sævar Sævarsson.Lagaflækja Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, treystir sér ekki til að segja hvaða lending sé líklegust. „Þetta er alveg 50-50. Það sem maður heyrir er að reglan haldist óbreytt eða það verði Kani og opið fyrir Bosman-leikmenn. Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt í þessu,“ segir Hannes. Talsmenn þess að leyfa Bosman-leikmenn beita margir hverjir þeim rökum að ekki sé hægt að takmarka þá þar sem í raun og veru sé þá verið að hindra menn í að fá vinnu á frjálsum evrópskum vinnumarkaði. „Í þessum reglum og tillögum er bara verið að tala um hve margar íslenskar kennitölur mega vera inni á vellinum hverju sinni. Lið mega semja við fleiri Bosman-leikmenn. Þess vegna er þetta lagaflækja sem enginn treystir sér í. Þetta er líka eitthvað sem menn eru að takast á um í hinum evrópska körfuboltaheimi,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Enn eina ferðina verða útlendingamálin í körfuboltanum til umræðu á ársþingi KKÍ sem hefst í dag með nefndavinnu. Þrjú lið leggja fram tillögur sem myndu fjölga erlendum leikmönnum í deildinni, en undanfarin tvö ár hefur verið notast við 4+1-regluna. Hún felur í sér að aðeins megi einn leikmaður sem ekki er íslenskur ríkisborgari vera inni á vellinum hverju sinni. Þessu vilja Höttur frá Egilsstöðum, Keflavík og KFÍ á Ísafirði breyta. Tillaga Keflavíkur og Hattar er svipuð. Í grunninn vilja liðin leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum í einu, en þannig var reglan áður en farið var í fjóra plús einn. Þá skiptir engu máli hvort leikmaðurinn sé Bandaríkjamaður eða innan FIBA Europe-landanna, svokallaður Bosman-leikmaður. Verði tillaga KFÍ samþykkt mega liðin nota einn Bandaríkjamann inn á hverju sinni og ótakmarkaðan fjölda Bosman-leikmanna.Bestu Íslendingarnir vinna „Ástæðan fyrir þessu er, eins og kemur fram í greinargerðinni, að við vildum auka gæðin aðeins í deildinni,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við erum líka í rauninni að svara kalli landsbyggðarinnar sem hefur ekki sömu möguleika og Reykjavíkur- og Suðurnesjaliðin að fá til sín íslenska leikmenn,“ segir Sævar. Hann segir það ekki öllu máli skipta hvort útlendingarnir séu einn eða tveir, það lið sem hefur bestu Íslendingana vinnur alltaf. „Sama hver reglan er vinnur liðið með bestu íslensku leikmennina og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Sjáðu bara KR-liðið síðustu tvö ár, Grindavík á undan því, Snæfell 2010 og Keflavíkurliðið 2003-2005. Þessi lið hefðu alltaf unnið sama hvort það væru einn eða tveir Kanar leyfðir,“ segir Sævar.Bosman ekki sama og Kani Sævar segist ekki vita hvort tillaga Keflvíkinga og Hattarmanna fái hljómgrunn á ársþinginu. „Við erum bara að setja þetta fram þannig að þetta verði rætt,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta sem tekist verður á um útlendingamálin í íslenska körfuboltanum. „Persónulega hallast ég að Kana plús Bosman, svona þegar horft er til laganna. Svo hafa Bosman-leikmenn ekki alveg sama gildi og bandarísku leikmennirnir. Það er auðvitað hægt að sjá kosti og galla á þessu öllu,“ segir Sævar, en hann er lögfræðingur. „Það er samt ekkert mál ef menn vilja halda þessu óbreyttu í tvö ár ef vilji er til þess. Maður vill bara fara að sjá eitthvað ákveðið og reyna að halda í það í lengri tíma,“ segir Sævar Sævarsson.Lagaflækja Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, treystir sér ekki til að segja hvaða lending sé líklegust. „Þetta er alveg 50-50. Það sem maður heyrir er að reglan haldist óbreytt eða það verði Kani og opið fyrir Bosman-leikmenn. Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt í þessu,“ segir Hannes. Talsmenn þess að leyfa Bosman-leikmenn beita margir hverjir þeim rökum að ekki sé hægt að takmarka þá þar sem í raun og veru sé þá verið að hindra menn í að fá vinnu á frjálsum evrópskum vinnumarkaði. „Í þessum reglum og tillögum er bara verið að tala um hve margar íslenskar kennitölur mega vera inni á vellinum hverju sinni. Lið mega semja við fleiri Bosman-leikmenn. Þess vegna er þetta lagaflækja sem enginn treystir sér í. Þetta er líka eitthvað sem menn eru að takast á um í hinum evrópska körfuboltaheimi,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum