Bakgarðshlaup

Fréttamynd

Slógu Ís­lands­metið saman

Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna.

Sport
Fréttamynd

Mari Järsk sigur­vegari Bakgarðshlaupsins

Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fór fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara voru skráðir til leiks og hlupu þeir 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stóð eftir, og það var Mari Järsk sem var sú síðasta sem skilaði sér í mark um klukkan 18 í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Mikil spenna fyrir Bakgarðshlaupinu um helgina

Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram um helgina. Hlaupið sem er löngu búið að festa sig í sessi hjá landsmönnum sem eitt mest spennandi hlaup landsins gengur út á að hlaupa sama 6,7 kílómetra hringinn á klukkutíma fresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er.

Sport
Fréttamynd

„Það er ómannlegt að hlaupa svona langt“

„Næstum því óboðlegar aðstæður. Eins vont og veðrið var á laugardaginn var það fallegt á sunnudaginn og bætti þetta næstum því upp,“ sagði Garpur Elísabetarson um Bakgarðs Náttúruhlaupið sem fram fór um helgina. Hann minnti á að hlaupið er fyrir alla en alls tóku 250 manns þátt að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Mari í­hugar að hætta hlaupi og eignast börn

Mari Järsk, ein fremsta hlaupa­kona landsins, lauk keppni í morgun í bak­garðs­hlaupi í Heið­mörk eftir 25 hringi. Hún segist nú í­huga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barn­eignum.

Sport
Fréttamynd

„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann.

Sport
Fréttamynd

Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup

Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 

Sport
Fréttamynd

Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta

Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur hvergi af baki dottinn: Ís­lands­met Mari í hættu

Þorleifur Þorleifsson hefur hlaupið 40 hringi í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hann er hvergi af baki dottinn og heilsan er góð. Ofurhlaupakonan Mari Järsk á Íslandsmetið í bakgarðshlaupi, með 43 hringi, en hún lauk keppni í dag á 34. hring.

Sport
Fréttamynd

Mari Jaersk lauk keppni á 34. hring

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur lokið keppni í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring en þá hafði hún hlaupið um 227 kílómetra, hvorki meira né minna. 

Sport
Fréttamynd

Þorleifur í góðum málum en Mari í basli

Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi.

Sport