Kaup og sala fyrirtækja Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Aztiq, eignarhaldsfélag Róberts Wessman, og aðrir hluthafar í New Alvogen Group Holdings Inc. (NAGH), sem eiga lyfjafyrirtækið Alvogen US í Bandaríkjunum, hafa gengið að tilboði um kaup alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Lotus á öllu hlutafé í NAGH. Með viðskiptunum verður til eitt af tuttugu stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heimi. Viðskipti innlent 24.9.2025 08:55 Brim kaupir allt hlutafé í Lýsi fyrir þrjátíu milljarða króna Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða. Innherjamolar 23.9.2025 21:39 Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu IT-Säkerhetsbolaget, sem sagt er eitt traustasta netöryggisfyrirtæki Svíþjóðar. Kaupin eiga að styðja við vöxt Syndis og aukna eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á Norðurlöndum. Viðskipti innlent 22.9.2025 11:13 Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.9.2025 08:00 Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia hefur keypt Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi og verður húsnæðið nýtt fyrir norðurljósaferðir. Framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið síðustu daga. Viðskipti innlent 19.9.2025 08:03 Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Viðskipti innlent 13.9.2025 13:40 Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu. Viðskipti innlent 10.9.2025 09:58 Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir hafa keypt tvo bræður Jakobs Valgeirs út úr útgerðarfélaginu Jakobi Valgeiri ehf. Þeir áttu 25 prósent í félaginu á móti hjónunum. Viðskipti innlent 2.9.2025 14:55 Selja hlut sinn í Skógarböðunum Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn. Viðskipti innlent 2.9.2025 12:30 Eignast meirihluta í Streifeneder Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi. Viðskipti innlent 29.8.2025 12:10 Kaupa Gompute Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC). Viðskipti innlent 20.8.2025 14:44 Stækka hótelveldið á Suðurlandi Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Viðskipti innlent 12.8.2025 10:14 Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:20 Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Bílaumboðið Askja, Una, Dekkjahöllin og Landfari hafa verið seld til alþjóðlega bílafyrirtækisins Inchcape, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu bifreiða á heimsvísu og er skráð í kauphöllina í Lundúnum. Viðskipti innlent 22.7.2025 06:52 Eftir bestu vitund hvers? „Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum. Umræðan 8.7.2025 12:10 Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7.7.2025 21:26 Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Viðskipti innlent 7.7.2025 12:17 „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika. Viðskipti innlent 7.7.2025 11:28 Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 5.7.2025 09:36 Minnstu sparisjóðirnir sameinast Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Viðskipti innlent 4.7.2025 10:17 Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements. Innherji 3.7.2025 06:14 Styrmir leiðir kaup á Aðalskoðun og verður framkvæmdastjóri félagsins Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra. Innherji 2.7.2025 12:22 Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Ásgeir Baldursson hefur sett Ísbílaútgerðarina á sölu en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1994. Fyrirtækið gerir í dag út fjórtán bíla um allt land. Viðskipti innlent 18.6.2025 10:40 Miðeind festir kaup á Snöru Miðeind ehf. hefur gengið frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:07 Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 28.5.2025 22:21 Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri. Viðskipti innlent 28.5.2025 13:11 Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Viðskipti innlent 28.5.2025 09:25 Heimar mega kaupa Grósku Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt um að það telji hvorki forsendur til íhlutunar né frekari rannsóknar vegna kaupa fasteignafélagsins Heima á öllu hlutafé í Grósku ehf., sem á og rekur samnefnda fasteign í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eigendur Grósku, Björgólfur Thor Björgólfsson og viðskiptafélagar hans, verða stærstu eigendur Heima að viðskiptunum loknum. Viðskipti innlent 26.5.2025 16:46 Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Viðskipti innlent 23.5.2025 14:47 Mjólkurvinnslan Arna metin á milljarð þegar sjóður Stefnis eignaðist meirihluta Mjólkurvinnslan Arna er verðmetin á nærri einn milljarð króna eftir að framtakssjóður í rekstri Stefnis festi kaup á miklum meirihluta í félaginu undir lok síðasta árs, einkum með því að leggja fyrirtækinu til nýtt hlutafé. Kaupverðið getur hækkað nokkuð nái félagið tilteknum rekstrarmarkmiðum á yfirstandandi ári en fyrir skömmu var nýr framkvæmdastjóri ráðinn til að stýra Örnu í stað stofnandans. Innherji 5.5.2025 17:20 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 15 ›
Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Aztiq, eignarhaldsfélag Róberts Wessman, og aðrir hluthafar í New Alvogen Group Holdings Inc. (NAGH), sem eiga lyfjafyrirtækið Alvogen US í Bandaríkjunum, hafa gengið að tilboði um kaup alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Lotus á öllu hlutafé í NAGH. Með viðskiptunum verður til eitt af tuttugu stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heimi. Viðskipti innlent 24.9.2025 08:55
Brim kaupir allt hlutafé í Lýsi fyrir þrjátíu milljarða króna Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða. Innherjamolar 23.9.2025 21:39
Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu IT-Säkerhetsbolaget, sem sagt er eitt traustasta netöryggisfyrirtæki Svíþjóðar. Kaupin eiga að styðja við vöxt Syndis og aukna eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á Norðurlöndum. Viðskipti innlent 22.9.2025 11:13
Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.9.2025 08:00
Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia hefur keypt Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi og verður húsnæðið nýtt fyrir norðurljósaferðir. Framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið síðustu daga. Viðskipti innlent 19.9.2025 08:03
Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Viðskipti innlent 13.9.2025 13:40
Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu. Viðskipti innlent 10.9.2025 09:58
Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir hafa keypt tvo bræður Jakobs Valgeirs út úr útgerðarfélaginu Jakobi Valgeiri ehf. Þeir áttu 25 prósent í félaginu á móti hjónunum. Viðskipti innlent 2.9.2025 14:55
Selja hlut sinn í Skógarböðunum Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn. Viðskipti innlent 2.9.2025 12:30
Eignast meirihluta í Streifeneder Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi. Viðskipti innlent 29.8.2025 12:10
Kaupa Gompute Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC). Viðskipti innlent 20.8.2025 14:44
Stækka hótelveldið á Suðurlandi Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Viðskipti innlent 12.8.2025 10:14
Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:20
Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Bílaumboðið Askja, Una, Dekkjahöllin og Landfari hafa verið seld til alþjóðlega bílafyrirtækisins Inchcape, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu bifreiða á heimsvísu og er skráð í kauphöllina í Lundúnum. Viðskipti innlent 22.7.2025 06:52
Eftir bestu vitund hvers? „Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum. Umræðan 8.7.2025 12:10
Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7.7.2025 21:26
Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Viðskipti innlent 7.7.2025 12:17
„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika. Viðskipti innlent 7.7.2025 11:28
Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 5.7.2025 09:36
Minnstu sparisjóðirnir sameinast Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Viðskipti innlent 4.7.2025 10:17
Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements. Innherji 3.7.2025 06:14
Styrmir leiðir kaup á Aðalskoðun og verður framkvæmdastjóri félagsins Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra. Innherji 2.7.2025 12:22
Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Ásgeir Baldursson hefur sett Ísbílaútgerðarina á sölu en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1994. Fyrirtækið gerir í dag út fjórtán bíla um allt land. Viðskipti innlent 18.6.2025 10:40
Miðeind festir kaup á Snöru Miðeind ehf. hefur gengið frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:07
Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 28.5.2025 22:21
Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri. Viðskipti innlent 28.5.2025 13:11
Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Viðskipti innlent 28.5.2025 09:25
Heimar mega kaupa Grósku Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt um að það telji hvorki forsendur til íhlutunar né frekari rannsóknar vegna kaupa fasteignafélagsins Heima á öllu hlutafé í Grósku ehf., sem á og rekur samnefnda fasteign í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eigendur Grósku, Björgólfur Thor Björgólfsson og viðskiptafélagar hans, verða stærstu eigendur Heima að viðskiptunum loknum. Viðskipti innlent 26.5.2025 16:46
Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Viðskipti innlent 23.5.2025 14:47
Mjólkurvinnslan Arna metin á milljarð þegar sjóður Stefnis eignaðist meirihluta Mjólkurvinnslan Arna er verðmetin á nærri einn milljarð króna eftir að framtakssjóður í rekstri Stefnis festi kaup á miklum meirihluta í félaginu undir lok síðasta árs, einkum með því að leggja fyrirtækinu til nýtt hlutafé. Kaupverðið getur hækkað nokkuð nái félagið tilteknum rekstrarmarkmiðum á yfirstandandi ári en fyrir skömmu var nýr framkvæmdastjóri ráðinn til að stýra Örnu í stað stofnandans. Innherji 5.5.2025 17:20