Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

„Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt”

Það fór fiðringur um blaðamann þegar hann frétti að hann fengi að reynsluaka glænýjan og glansandi BMW X3, nánar tiltekið BMW X3 30e M-Sport. Um er að ræða glæsilegan sportjeppa þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. Er við öðru að búast frá þýska gæðamerkinu BMW?

Samstarf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu

Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Tekjur jukust um helming milli ára

Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?

Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Lífið
Fréttamynd

„Ég var örugg­lega getinn í Land Rover“

27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp.

Innlent
Fréttamynd

Gamli er (ekki) al­veg með'etta

Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Á­vísun á ánægju­leg við­skipti“

Sigurður Ragnar Guðlaugsson er sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Sigurður, eða Siggi eins hann er kallaður, er búinn að vinna lengi hjá Toyota og nánast eingöngu í kringum notaða bíla. Má því segja að hann hafi lifað og hrærst í kringum bíla frá unglingsárum.

Samstarf
Fréttamynd

Raf­bíllinn er ekki bara um­hverfis­vænn – hann er líka hag­kvæmari

Umræðan um orkuskipti í samgöngum snýst oft um umhverfisáhrif, losun gróðurhúsalofttegunda og loftgæði. Allt eru þetta mjög mikilvæg sjónarmið en stundum gleymist hversu stórt hlutverk kostnaður spilar þegar fólk íhugar að skipta úr brunabíl (eins og ég vil kalla bensín- og díselbíla) í rafbíl.

Skoðun
Fréttamynd

Margir í vand­ræðum vegna of skyggðra rúðna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­stjóri ráð­herra lagði ríkið

Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. 

Innlent
Fréttamynd

Engar fram­farir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs

Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

„Svo bakkarðu upp að línu og þenur drusluna“

Margt er um manninn á Akureyri þar sem bíladagar og útskriftarfögnuðir hafa meðal annars farið fram um helgina. Hátíðinni er hvergi nærri lokið en á morgun er drift og eldsprenging svokölluð þar sem haldin er mikil „burnout“ keppni.

Innlent
Fréttamynd

Var á yfir 200 kíló­metra hraða þegar slysið varð

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð.

Innlent