Icelandair

Fréttamynd

Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu

Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höggið á ís­lenska ferða­þjónustu ætti að vera tak­markað

Arion banki segir í nýrri efnahagsspá sinni að höggið við brotthvarf Play á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað. Hlutdeild Play í komum erlendra ferðamanna til landsins hafi verið komin undir tíu prósent við fall félagsins í gær. Hlutdeild Icelandair sé um fjörutíu prósent til samanburðar. Áhrifin verði þó alltaf einhver á flugframboð og atvinnuleysi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair geti ekki svarað fyrir orð­ræðuna

Forstjóri Icelandair segist ekki getað svarað um orðræðuna í kringum Play í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins. Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu eftir að flugmaður félagsins spáði fyrir gjaldþroti félagsins í viðtali á Bylgjunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjald­þrot

Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu. Flugmaður Icelandair hafi vegið að Play með dylgjum um starfsemi, stöðu og horfur og spáð endalokum félagsins. Ófræging flugmannsins hafi grafið undan trausti almennings til Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­gjöld ekki hækkuð af á­settu ráði

Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðum af­lýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaup­manna­höfn

Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play.

Innlent
Fréttamynd

Taka tvær Airbus-þotur til á leigu

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið sam­starf opni á fleiri tengimöguleika til vestur­strandar Banda­ríkjanna

Fimmtán ára samstarf Icelandair og Alaska Airlines verður aukið enn frekar þegar viðskiptavinir Alaska Airlines munu geta bókað tengiflug til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. Þá mun fjölga þeim áfangastöðum sem viðskiptavinum íslenska flugfélagsins geta bókað í tengiflugi til vesturstrandar Banaríkjanna og annarra áfangastaða Alaska Airlines.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grétar Br. Kristjáns­son lög­maður látinn

Grétar Br. Kristjánsson lögmaður er látinn, 87 ára að aldri. Sem einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða var hann einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið. Hann er sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða, í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár, en stóð þó jafnan utan sviðsljóssins.

Innlent
Fréttamynd

Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur

Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill rekstrar­bati Icelandair „ólík­legur“ miðað við nú­verandi sterkt gengi krónu

Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Innherji
Fréttamynd

Fylgdu ekki fyrir­mælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt

Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. 

Neytendur
Fréttamynd

Lækka verðmatið á Icelandair en fé­lagið muni njóta góðs af minni sam­keppni

Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað.

Innherjamolar
Fréttamynd

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Innherji
Fréttamynd

Virði Icelandair hrapar eftir upp­gjör

Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 

Viðskipti innlent