Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykkti í dag til­lögu um taf­ar­laust vopna­hlé á Gasa og fulltrúi ráðsins segir atkvæðagreiðsluna sögulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mætir Þórdís Ingadóttir prófessor og sérfræðingur í alþjóðarétti í myndver og fer yfir þýðingu þess.

Börnin ný­búin að taka bruna­æfingu

Engin grunnskólabörn voru í Húsaskóla í Grafarvogi í dag, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag. Um 40 leikskólabörn á leikskólanum Fífuborg og 20 börn á frístundaheimilinu Kastala voru í húsinu. Aðstoðarskólastjóri segir börnin hafa vitað upp á hár hvernig bregðast ætti við, vegna brunaæfingar sem haldin var á dögunum.

Besta spá í Blá­fjöllum í tíu ár

Fjölmargir nýta páskafríið til að skíða hvort sem það er í austurrísku Ölpunum eða Bláfjöllum. Einar Bjarnason, rekstarstjóri Bláfjalla, segir veðurspána fyrir páskana þá bestu sem hann hefur séð í áratug.

„Skrýtið að við þurfum að taka þessa bar­áttu á hverju ári“

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi

Reiðar­slag fyrir í­búa Vest­manna­eyja og Húsa­víkur

Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 

„Þetta hús­næði er ekki leigu­hæft, og það viður­kenni ég“

Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 

Gefur ekki fimm aura fyrir gagn­rýni á Krónuna

Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 

Sjá meira