Vætusamt og hlýtt í dag en kólnar á morgun Búast má við sunnan- og suðvestanátt, um tíu til átján metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. 27.2.2021 07:45
Partígestur ýtti við lögregluþjóni og sparkaði í lögreglubíl Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um partíhávaða frá íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík klukkan hálf eitt í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu var þar fjöldi ungmenna með múgæsing og fóru fæst þeirra eftir fyrirmælum lögreglu, sem ekki kemur fram hver voru. 27.2.2021 07:37
Á annan tug skjálfta yfir þremur í nótt Tólf jarðskjálftar, þrír að stærð eða meira, hafa orðið síðan á miðnætti í nótt, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum mælinga Veðurstofunnar. Skjálftarnir sem um ræðir urðu allir á Reykjanesskaga. 27.2.2021 07:23
Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25.2.2021 23:30
Fjórir menn fundust látnir í vök Fjórir karlmenn drukknuðu í ísilögðu stöðuvatni skammt frá Sävsjö í suðurhluta Svíþjóðar í dag. Þeir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. 25.2.2021 22:45
Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25.2.2021 21:15
Virti ekki grímuskyldu og fór áður en lögregla mætti á svæðið Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í verslun í Hlíðahverfi í Reykjavík á fimmta tímanum í dag. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu neitaði viðskiptavinur að virða grímuskyldu. Hann var þó haldinn sína leið þegar lögregla mætti á svæðið. 25.2.2021 20:36
Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25.2.2021 19:32
Mikilvægt að fólk sé vel upplýst ef rýma þurfi á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir margt geta orðið tilefni til þess að grípa þyrfti til rýminga á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk fái traustar upplýsingar og ani ekki af stað, ef til rýminga kæmi. 25.2.2021 19:04
Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi. 25.2.2021 18:00