Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein­býli í Breið­holti úr smiðju Rutar Kára

Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna.

„Fólk sleppur ekkert auð­veld­lega frá mér“

„Ég hef einstakan sannfæringarkraft – ég get sannfært ótrúlegustu manneskjur um allskonar hluti,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnardóttir, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School, kímin þegar hún er spurð hvort hún búi yfir einhverjum leyndum hæfileikum.

Mun aldrei líta á ástina sem sjálf­sagða

„Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum.

Björt og Fannar selja ein­býlis­hús fyrir 90 milljónir

Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Ís­landi

Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum.

Sól­veig og Hall­dór gáfu dótturinni nafn

Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, og kærasti hennar Halldór Karlsson fatahönnuður, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Kolbrún Kría. Frá þessu greinir parið í færslu á samfélagsmiðlum.

Fyrst skíði og nú golf

Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni.

Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén

Matgæðingurinn Adam Karl Helgason deildi nýverið uppskrift að einföldu en bragðgóðu rækjutakkói sem hann segir að hafi reynst lykillinn að ástarsambandi hans og raunveruleikastjörnunnar Ástrósar Traustadóttur. 

Sjá meira