varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein­beittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfs­víga

Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni.

Hugsan­lega verið að reyna á einingu NATO-ríkja

Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins.

For­seti biðlar til þing­manna og ó­lík­leg þátt­taka í Euro­vision

Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur.

Tekist á um fjár­lög, lykkjumálið og al­eigan í rafmynt

Fjármálaráðherra segir óásættanlegt að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðarinnar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rýnt í fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á stuðla að vaxtalækkun. Þá mæta þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins í myndver og takast á um málið.

Sýknukrafa, kreppu­á­stand og hótel í fjalli

Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni.

Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni

Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sprengjuregn, svikin lof­orð, og vel heppnuð hárígræðsla

Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana.

Sjá meira