Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. 10.2.2019 20:59
Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10.2.2019 19:16
Tólf snjóflóð síðasta sólarhringinn fyrir austan Tólf snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn á Austfjörðum samkvæmt skrá Veðurstofu um snjóflóðatilkynningar. Alls hafa 32 snjóflóð fallið á öllu landinu síðustu tíu daga. 10.2.2019 18:06
Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10.2.2019 17:24
Barn í geðrofi eftir að hafa handfjatlað leikfangaslím Alma D. Möller landlæknir segir að vitað sé um eitt tilvik þar sem barn var lagt inn á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans með geðrofseinkenni eftir að hafa með leikið sér með leikfangaslím. 9.2.2019 22:18
Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9.2.2019 21:14
„Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“ Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu. 9.2.2019 20:56
Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. 9.2.2019 19:57
Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9.2.2019 18:58