Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­víst hvar börnin lenda í haust

Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. 

Nýtt hitamet slegið á Egils­stöðum

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Úlfari var boðin staða lög­reglu­stjóra á Austur­landi

Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans.

Hægir veru­lega á fjölgun er­lendra ríkis­borgara

Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9 prósent samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá. 

Kaupa frekar gervi­greindar­tón­list í þætti en frum­samið efni

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar. 

Bjarni nýr fram­kvæmda­stjóri RVK Bruggfélags

Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi.

Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur

Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur.

Skor aftur synjað um lengri opnunar­tíma vegna há­vaða

Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor.

Fljótandi ruslsuga fjar­lægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina

Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur.

Ekki á dag­skrá að flýta at­kvæða­greiðslu um ESB-viðræður

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu.

Sjá meira