Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin. 14.11.2025 15:04
Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu til stuðnings Fjarðarheiðargöngum, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Upphafsmaður hennar er Lárus Bjarnason, fyrrverandi sýslumaður á Seyðisfirði. 14.11.2025 13:15
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13.11.2025 22:43
Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum. 10.11.2025 21:45
Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. 9.11.2025 21:51
Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. 9.11.2025 07:37
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. 4.11.2025 11:27
Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum. 2.11.2025 08:08
Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. 28.10.2025 21:21
Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Flugmaður litlu Cessna-flugvélarinnar, sem fórst við Nuuk á laugardag, var reyndur breskur ferjuflugmaður. Hann hugðist millilenda í Reykjavík á sunnudagskvöld og fljúga áfram til Skotlands á mánudag. 28.10.2025 12:33