Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Banda­menn Starmer óttast hallarbyltingu

Staða Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er talin vera í hættu og bandamenn hans óttast að ósáttir þingmenn eða ráðherrar gætu skorað hann á hólm, jafnvel á allra næstu vikum. Ríkisstjórn Starmer er gríðarlega óvinsæl og er í þann veginn að leggja fram fjárlög með miklum skattahækkunum.

Ára­langur mis­skilningur um losunar­mark­mið Ís­lands

Íslensk stjórnvöld virðast hafa misskilið eigin skuldbindingar vegna Parísarsamningsins um árabil. Misskilningurinn er meðal annars sagður hafa orðið til þess að Alþingi fékk misvísandi upplýsingar um markmið Íslands.

Vélfag hafi í­trekað grafið undan eigin undan­þágu

Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi.

Vélfagi synjað um frekari undan­þágur frá þvingunar­að­gerðum

Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu.

Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af

Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi.

Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana

Fulltrúar Norðuráls skoða nú möguleikann á því að gera við spenna sem biluðu í síðasta mánuði og nota þá tímabundið þar til nýir fást. Áætlað er að biðin eftir nýjum spennum gæti tekið allt að ár. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um uppsagnir starfsmanna vegna ástandsins.

ESA segir Ís­land þurfa að herða sig í lofts­lags­mark­miðum sínum

Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar.

Sjá meira