Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Porto vann mikilvægan sigur á Benfica, 37-33, í úrslitariðli portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. 24.5.2025 15:48
Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen töpuðu með minnsta mun fyrir Flensburg, 34-35, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í dag. 24.5.2025 15:01
Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Íslensku landsliðskonurnar þrjár hjá Kristianstad komu allar við sögu þegar liðið vann topplið Hammarby, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Katla Tryggvadóttir skoraði seinna mark Kristianstad. 24.5.2025 14:54
Salah bestur og Gravenberch besti ungi Mohamed Salah var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og samherji hans hjá Liverpool, Ryan Gravenberch, besti ungi leikmaðurinn. 24.5.2025 13:58
Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Nemanja Matic botnaði lítið í þeirri ákvörðun Manchester United að selja sinn gamla samherja, Scott McTominay, til Napoli í fyrra. Serbinn reyndist sannspár. 24.5.2025 13:02
Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Nottingham Forest hafi meinað sér að mæta á leik liðsins gegn Chelsea á City Ground í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. 24.5.2025 11:00
Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24.5.2025 10:35
Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Pascal Siakam skoraði 39 stig þegar Indiana Pacers sigraði New York Knicks, 109-114, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Pacers leiðir einvígið, 2-0, og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins. 24.5.2025 10:00
Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Fram lyfti sér upp í 4. sæti Bestu deildar karla með 2-3 sigri á KR í Laugardalnum í gær. Svíinn Jakob Byström skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í bláa búningnum. 24.5.2025 09:37
Blóðgaði dómara Lu Dort, leikmaður Oklahoma City Thunder, er mikill baráttujaxl og leggur sig alltaf allan fram. Í leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt meiddi hann óvart einn þriggja dómaranna. 23.5.2025 12:30