Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Það var nuddari sem gerði dóttur Rob og Michele Reiner viðvart, þegar hún bankaði uppá á heimili þeirra á sunnudaginn en fékk engin viðbrögð. Romy Reiner, 28 ára, kom á vettvang stuttu síðar ásamt vini sínum. Hún fór inn en kom aftur út skömmu síðar, eftir að hafa fundið föður sinn látinn. 17.12.2025 08:23
Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Samráðshópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hefur lokið athugun sinni gagnvart Íslandi. Fyrsta skýrsla GRECO um Ísland í fimmtu eftirlitslotu var gefin út árið 2018. GRECO lagði fram átján tillögur til að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og hjá löggæsluyfirvöldum. Þrettán hafa nú verið innleiddar, fjórar innleiddar að hluta en ein ekki. 17.12.2025 07:16
Halldór Blöndal er látinn Halldór Blöndal er látinn, 87 ára. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. desember síðastliðinn, eftir veikindi. 17.12.2025 06:29
FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimila notkun tveggja lyfja sem hafa reynst vel gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum sem valda kynsjúkdómnum lekanda. Greiningum hefur verið að fjölga og telja nú um 82 milljónir á heimsvísu en á sama tíma hefur ónæmi aukist verulega. 16.12.2025 08:25
Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Svo virðist sem feðgarnir sem stóðu fyrir árásinni á Bondi-strönd um helgina og myrtu fimmtán, hafi fundið innblástur í Ríki íslam. Tveir heimagerðir Ríki íslam fánar fundust í bifreið þeirra og þá hefur verið staðfest að þeir hafi ferðast til Filippseyja, mögulega til að fá herþjálfun. 16.12.2025 07:21
Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands auk átta annarra Evrópuríkja hafa heitið hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu í samvinnu við Bandaríkin, sem er ætlað að koma í stað 5. greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. 16.12.2025 06:47
Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Heilt yfir gengu tónleikarnir mjög vel en það voru einhver mál sem komu inn á borð lögreglu þar sem tónleikagestir höfðu ekki aldur til að vera á tónleikunum né aldur til að vera undir áhrifum áfengis.“ 15.12.2025 10:54
Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni „Maður finnur, á samfélagsmiðlum og bara í kring, að fólk er bara í molum,“ segir Jakob Máni Ásgeirsson, sem var staddur skammt frá Bondi-ströndinni þegar skotárásin átti sér stað í gær. 15.12.2025 09:43
„Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ „Þegar fólk sér prófílmyndina mína og að ég er múslímsk kona þá finnst þeim í lagi að gera grín að trúarbrögðunum mínum, að kalla mig ákveðnum hlutum vegna trúarbragða minna og að segja mér að ég eigi ekki heima í þessu samfélagi. Að ég eigi að fara, snúa aftur þaðan sem ég kom, og svo framvegis.“ 15.12.2025 09:20
Árásarfeðgarnir nafngreindir Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Naveed var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður. 15.12.2025 08:38