Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 28.9.2025 18:14
Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi í gær. Lögreglufulltrúi segir að áfram verði grannt fylgst með Vítisenglum en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 28.9.2025 11:41
Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að apa eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast - eftirminnilegastar séu veislur með pakka- eða stórfiskaleik. 27.9.2025 19:53
Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Fyrrverandi utanríkisráðherra furðar sig á að þjóðaröryggisráð hafi ekki verið kallað saman í kjölfar drónaflugs í Danmörku. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en drónum var flogið við flugvöll í Danmörku í gær. 27.9.2025 18:13
Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Snæfellsnes varð í dag fyrsta svæðið á Íslandi til að vera skilgreint sem vistvangur af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar Svæðisgarðsins og bæjarstjóri í Grundarfirði, segir þetta afrakstur áralangs starfs sem Snæfellingar hafa verið í, í umhverfis- og samfélagsmálum. 27.9.2025 13:48
Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Þungir dómar í Gufunesmálinu svokallaða koma afbrotafræðingi ekki á óvart. Dómar yfir ungu fólki virðast hafa þyngst á síðustu misserum. Erfitt sé að segja hvort það sé tilkomið vegna aukinnar umræðu um ofbeldi meðal barna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 27.9.2025 11:48
Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Blóðbankinn í Reykjavík hefur verið fluttur á einn fjölfarnarsta stað borgarinnar. Blóðgjafi til fimmtíu ára segir nýtt húsnæði mikla bragarbót og hvetur unga sem aldna til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni. 25.9.2025 21:00
Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. 25.9.2025 12:38
Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. 22.9.2025 19:00
Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. 12.9.2025 19:31