Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. 8.8.2025 16:19
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7.8.2025 21:32
Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. 7.8.2025 13:16
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7.8.2025 10:12
Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana. 6.8.2025 18:10
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6.8.2025 12:15
Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins. 5.8.2025 18:16
Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti. 5.8.2025 13:10
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. 4.8.2025 19:39
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4.8.2025 15:09