Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6.4.2022 11:52
Karen yfirgefur Sjálfstæðisflokkinn og leiðir lista Miðflokksins Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, er nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Karen hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin átta ár og varabæjarfulltrúi í fjögur ár. 6.4.2022 11:15
Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. 6.4.2022 10:35
Vilja reisa nýtt gagnaver á Akureyri Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum. 5.4.2022 16:41
Fjárfestingafélag erfingja endaði í 49 milljarða gjaldþroti Skiptum á þrotabúi fjárfestingafélagsins Icecapital ehf. lauk 28. mars síðastliðinn en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2012 eða fyrir rúmum tíu árum. Almennar kröfur í búið námu alls 49,6 milljörðum króna en upp í þær fengust einungis 438,7 milljónir, eða 0,88 prósent. 5.4.2022 16:10
Ari Brynjólfsson hættur sem fréttastjóri Fréttablaðsins Ari Brynjólfsson hefur tekið við sem nýr kynningarstjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann lét af störfum á Fréttablaðinu um síðustu mánaðamót þar sem hann hafði verið fréttastjóri frá því í febrúar 2020. 5.4.2022 15:13
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5.4.2022 15:01
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5.4.2022 12:23
Mjólkurvörur hækka aftur í verði Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl. 5.4.2022 11:30
Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5.4.2022 10:53
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent