Samkeppnishæfari eftir sameininguna Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum. 11.2.2022 13:46
Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11.2.2022 13:25
Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi. 11.2.2022 11:54
Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. 11.2.2022 11:13
Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. 11.2.2022 07:01
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10.2.2022 16:23
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10.2.2022 15:57
Yfir 29 þúsund fiskar og nokkrir fuglar drápust í óveðrinu á Reykjanesi Talið er að yfir 29 þúsund fiskar hafi drepist í óveðrinu sem gekk yfir aðfaranótt þriðjudags í Stóru Sandvík á vestanverðu Reykjanesi. Þá er talið að fuglar sem fundust í fjörunni hafi drepist af völdum óveðursins. 10.2.2022 14:59
66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity valin bestu vörumerkin 66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity voru í dag útnefnd Bestu íslensku vörumerkin 2021. Þetta er í annað sinn sem vörumerkjastofan brandr veitir verðlaunin sem fara til þeirra vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. 10.2.2022 14:29
Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10.2.2022 13:40