Frysta eigur Seðlabanka Rússlands og aftengja vissa banka frá SWIFT Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa komist að samkomulagi um að loka aðgangi tiltekinna rússneskra banka að SWIFT, greiðslukerfi sem notað er við miðlun fjármuna milli alþjóðlegra banka. 26.2.2022 22:37
Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 26.2.2022 21:50
Þór Sigurgeirsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson bar sigur úr býtum í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti var Ragnhildur Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson í því þriðja, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. 26.2.2022 21:08
Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. 26.2.2022 18:02
Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26.2.2022 07:37
Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. 25.2.2022 17:08
Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna alríkisdómarann Ketanji Brown Jackson til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. The New York Times greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja til málsins. 25.2.2022 14:30
Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. 25.2.2022 11:39
Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. 25.2.2022 11:11
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25.2.2022 09:06