Íslensku lögin í meirihluta Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína. 19.8.2023 17:01
„Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19.8.2023 11:31
Herra Hnetusmjör mættur á toppinn: „Lagið er ofpeppun“ Rapparinn og athafnamaðurinn Árni Páll, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, trónir á toppi Íslenska listans á FM með nýjasta lagið sitt „All In“. 12.8.2023 17:00
Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12.8.2023 11:30
„Fáum í viku að vera bara til og okkur er fagnað fyrir það“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð og má segja að líf, litagleði og sýnileiki einkenni borgina um þessar mundir. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í dag þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma einnig fögnuður. Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila sínum uppáhalds minningum af Pride. 12.8.2023 10:00
Tengir hjartagalla við það að geta ekki elskað Hljómsveitin Hipsumhaps var að senda frá sér lagið „Hjarta“. Er um að ræða aðra smáskífu af væntanlegri plötu og er laginu lýst sem „indie-skotnum“ óð til einmana flagara sem veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað að eigin heilsufari, nánar tiltekið hjartanu, þegar kemur að erfiðleikum í málefnum ástarinnar. 11.8.2023 11:31
Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni. 11.8.2023 07:00
„Vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum“ „Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu. 10.8.2023 07:00
„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. 9.8.2023 07:01
„Það á ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum“ „Frá því ég var lítill hef ég vitað að ég sker mig einhvern veginn úr. Ég fann að ég var öðruvísi,“ segir raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra hans sögu, meðal annars frá því hvernig hann kom út úr skápnum, hvernig það er að vera hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi, að spegla sig í öðrum og átta sig á því hver og hvernig maður er. 8.8.2023 07:01