Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni

Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Merktir Ís­landi og Grinda­vík á stóra sviðinu í Frankfurt

Full­trúar Ís­lands á Heims­bikar­mótinu í Pílu­kasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstu­daginn kemur. Þeir Pétur Rúð­rik Guð­munds­son og Arn­grímur Anton Ólafs­son mynda lands­lið Ís­lands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ís­land er með þátt­töku­rétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýska­landi.

Foden yfir­gefur her­búðir enska lands­liðsins

Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke.

Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið há­stöfum

Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 

Biðlar til „klikkaðra sam­særis­kenninga­smiða“ að leita til sál­fræðings

Lög­reglan í Nor­hamptons­hire segir ekkert bendi til þess að sak­næmt at­hæfi hafi átt sér stað í kjöl­far nafn­lausra tölvu­pósta og texta­skila­boð sem ýjuðu að því að liðs­menn For­múlu 1 liðs Mercedes væru vís­vitandi að skemma fyrir öku­manni liðsins og sjö­falda heims­meistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið al­var­legum augum þar sem að einn tölvu­pósturinn, sem kom frá ó­þekktum aðila, bar nafnið „Mögu­legur dauða­dómur fyrir Lewis.“

„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“

For­­­maður HSÍ Guð­­­mundur B. Ólafs­­­son, segir um­­­ræðuna, sem spratt upp í kringum sam­­­starfs­­­samninga sam­bandsins við fyrir­­­­­tækin um­­­deildu, Arnar­­lax og Ra­pyd, hálf bros­­­lega og skakka. Fyrir­­­­­tækin séu stoltir sam­­­starfs­­­aðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á sam­fé­lags­miðlum um sam­starfið „vissi náttúru­­lega bara ekkert hvað það var að tala um.“

Staða HSÍ graf­alvar­leg

Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í.

Sjá meira