Himinhá sekt og fangelsisdómur fyrir skattsvik Ragnar Már Svansson Michelsen hefur veruð dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, sem er skilorðsbundin að langmestu leyti, og greiðslu tæplega 134 milljóna króna sektar fyrir stórfellt skattalagabrot. 22.10.2023 08:07
Tveir stungnir í aðskildum hópslagsmálum Lögreglu barst tilkynninging um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Þegar málið fór að skýrast kom í ljós að einn hafði verið stunginn í slagsmálunum. Nokkru fyrr hafði verið tilkynnt um sams konar átök í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Kópavogi. 22.10.2023 07:26
Málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks Í dag er málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar. 21.10.2023 14:32
„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21.10.2023 14:08
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21.10.2023 12:00
Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. 21.10.2023 09:53
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21.10.2023 08:46
Beitti piparúða á dyraverði sem hleyptu honum ekki inn Lögregla aðstoðaði dyraverði skemmtistaðar í miðborginni vegna manns sem hafði spreyjað piparúða á þá, eftir að þeir hleyptu honum ekki inn laust fyrir klukkan 04 í nótt. 21.10.2023 07:36
Íslandsbanki hækkar vexti um allt að 0,8 prósentustig Íslandsbanki mun hækka vexti á inn- og útlánum frá og með mánudegi. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka mest, eða um 0,8 prósentustig. 20.10.2023 15:36
Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. 20.10.2023 14:21