Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. 20.12.2023 16:10
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20.12.2023 14:43
Síbrotamaður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík. 20.12.2023 12:14
Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20.12.2023 10:59
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20.12.2023 10:16
Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægilega skýrar Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. 19.12.2023 17:13
Dæmdir fyrir að aka um á vespu og fremja vopnuð rán Tveir karlmenn hafa hlotið fangelsisdóma fyrir fjölda brota, meðal annars vopnað rán sem framið var í Fossvogi og annað eins í Hamraborg skömmu síðar. 19.12.2023 15:10
Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19.12.2023 13:47
Taldi niður sekúndurnar þar til konur myndu deyja Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot, með því að hafa hótað þeim lífláti og talið niður sekúndur þar til að þær létust. 19.12.2023 13:18
Framleiðnin gæti vel hafa verið meiri en 200 rúmmetrar Í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook segir að verulega hafi dregið úr framleiðni gossins síðan það hófst fyrir hálfum sólarhring. 19.12.2023 10:18