Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flokkarnir dæla milljónum í á­róður á Meta

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega.

Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur

Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift.

Demó­kratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð

Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir.

Sál­fræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hefur ekkert breyst þrátt fyrir kosningaloforð Viðreisnar um að bæta úr stöðu mála, að sögn formanns Sálfræðingafélagsins, sem telur samning Sjúkratrygginga Íslands við hið opinbera hvorki veita sálfræðingum næg kjör né sjúklingum næga þjónustu. Viðtal hjá sjálfræðingi er dýrt og sumir leita frekar á náðir gervigreindar heldur en sérfræðinga, en því fylgir áhætta.

Boðar fund um tolla Trumps og ESB

Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins

Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins.

Terry Reid látinn

Breski rokkarinn Terrance James Reid, yfirleitt þekktur sem Terry Reid eða „Ofurlungu“, er látinn 75 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Reid hafði aflýst tónleikaferðalagi sínu í síðasta mánuði. Hann var flinkur söngvari og gítarleikari og átti nokkur vinsæl lög en er hvað þekktastur fyrir að hafa afþakkað stöðu aðalsöngvara hjá bæði Deep Purple og Led Zeppelin.

Sjá meira