Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fjarsambandinu loksins lokið

„Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Haf­dís Huld bæjarlistamaður Mos­fells­bæjar

Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Töluðu ís­lensku við mann­hafið

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. 

Lífið
Fréttamynd

„Blessaður, þú ert með heila­æxli“

„Ég er alls ekki að leitast eftir vorkunn heldur langar mig bara að vekja athygli á því að fólk þarf að finna sínar leiðir og ég fann mína,“ segir Atli Þór Sigurðsson sem var að gefa út plötuna Heilakvel. Atli greindist með heilaæxli í fyrra og syngur um reynsluna.

Lífið
Fréttamynd

Lil Nas X á­kærður fyrir brot á alríkislögum

Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum.

Lífið
Fréttamynd

Þunga­rokk­stjarna lést í mótor­hjóla­slysi

Fyrrverandi gítarleikari og söngvari í þungarokkshljómsveitinni Mastodon lést í mótorhjólaslysi í Atlanta í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mastodon er gífurlega vinsæl hljómsveit sem hefur starfað frá 2000 og hefur tvisvar spilað á Íslandi, árið 2003 og aftur 2015. 

Lífið
Fréttamynd

Seiðandi víbrur sem virka í bólinu

Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör tekjuhæstur í Iceguys

Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist