Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endur­komu

Johnny Depp íhugar nú að setja aftur á sig sjóræningjahattinn til að leika Jack Sparrow í sjöttu myndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Áður hafði Depp sagt að 300 milljónir dala myndu ekki nægja til að fá hann aftur í hlutverkið.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­leg sátt milli há- og lágmenningar á Klappar­stíg

Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár.

Lífið
Fréttamynd

Anton Corbijn heiðurs­gestur RIFF

Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Rit­höfundur ráðinn til varnar­mála­skrif­stofunnar

Halldór Armand rithöfundur hefur hafið störf hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki er þó um jafndrastísk vistaskipti að ræða og mætti halda, en Halldór er menntaður í alþjóðalögum og hefur lengi haft áhuga á utanríkismálum.

Innlent
Fréttamynd

Kol­finna leik­stýrir kærastanum í annað sinn

Kolfinna Nikulásdóttir mun leikstýra einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 31. október næstkomandi. Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og jafnframt kærasti Kolfinnu, fer með aðalhlutverk sýningarinnar. 

Menning
Fréttamynd

Til­kynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans

Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Nýr Rambo fundinn

Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Superstore-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina.

Lífið
Fréttamynd

Bay segir skilið við Smith

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Lífið
Fréttamynd

Geisla­sverð Svart­höfða til sölu

Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna.

Erlent
Fréttamynd

Hvers vegna fær Inn­rásin frá Mars núll í ein­kunn?

Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum.

Lífið
Fréttamynd

Walking Dead-leikkona látin

Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Dánar­or­sök Ozzy Osbourne ljós

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Opnar femínískt myndlistagallerí í Vestur­bænum

Um miðjan ágúst mun fjölmiðlakona opna dyrnar að femíníska myndlistagalleríinu SIND. Hún kveðst ekki vita til þess að nokkuð annað gallerí hérlendis byggi á sömu hugsjón. Listakonan Rúrí verður fyrst til að halda einkasýningu í SIND.

Menning
Fréttamynd

Terry Reid látinn

Breski rokkarinn Terrance James Reid, yfirleitt þekktur sem Terry Reid eða „Ofurlungu“, er látinn 75 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Reid hafði aflýst tónleikaferðalagi sínu í síðasta mánuði. Hann var flinkur söngvari og gítarleikari og átti nokkur vinsæl lög en er hvað þekktastur fyrir að hafa afþakkað stöðu aðalsöngvara hjá bæði Deep Purple og Led Zeppelin.

Lífið
Fréttamynd

Loni Ander­son er látin

Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri.

Lífið